Skinfaxi - 01.02.1981, Blaðsíða 4
Málin rædd á stjómarfundi.
Af stjómarfimdi
Stjórn UMFÍ kom saman til
íundar að Mjölnisholti 14, dag-
ana 6. og 7. febrúar sl. Allmörg
mál lágu fyrir til afgreiðslu sam-
kvæmt venju og verður hér á eftir
getið um helstu ákvarðanir fund-
arins.
Par sem það er alls ekki víst að
allir lesendur Skinfaxa þekki þau
lög og venjur sem stjórn UMFÍ
vinnur eftir ætla ég að gera ör-
stutta grein fyrir þeim málum áð-
ur en lengra er haldið.
Stjórn UMFI samanstendur af
sjö rnönnum og segir í lögum
LMFI að við uppstillingu til
stjórnarkjörs skuh þess gætt að
tveir hið í'æsta séu í kjöri úr hverju
kjördæmi landsins, þar sem hér-
aðssamband er starfandi, þetta er
auðvitað gert til að tryggja dreyf-
ingu valds og til þess að við á-
kvarðanatöku sé til staðar þekk-
ing á starfi og aðstæðum um allt
land.
Aí þessum ástæðum eiga ýmsir
langt að sækja, þegar stjórnar-
íundir eru haldnir og verða þeir
því ekki margir ár hvert. Reynt er
að hafa þessa fundi til skiptis í
hinum ýmsu kjördæmum.
Framkvæmdastjórn UMFI er
síðan skipuð þrem mönnum,
tveim úr stjórn og framkvæmda-
stjóra UMFI. Framkvæmdastjór-
inn heldur fundi vikulega, og hafa
þeir fundir skapað sér mjög fastan
sess í skipulaginu, t.d. hafa þeir
verið á þriðjudagseftirmiðdögum
allt frá því að framkvæmdastjórn-
in var sett á laggirnar 1973. Fund-
argerðii' framkvæmdastjórnar eru
síðan sendar stjórnarmönnum
jafnóðum, þannig að þeir fylgjast
vel með því sem íramkvæmda-
stjórn fjallar um.
Fundargerðir aðalstjórnar eru
hins vegar sendar til allra sam-
bandsaðila og eru því n.k. frétta-
bréf, til héraðssambandanna, því
þar er ýmislegt bókað í þeim til-
gangi að menn viti hvað er á döf-
inni þótt ekki sé verið að taka
beinar ákvarðanir í viðkomandi
málum.
Meðal þeirra mála sem síðasti
stjórnarfundur tók ákvörðun um
og fréttnæmt þykir má nefna eftir-
farandi:
18. LANDSMÓT UMFÍ
Fyrir lágu umsóknir frá þrem
aðilum um mótið, HSK, UMFK/
UMFN og UMSK. Samþykkt var
að fela UMFK/UMFN að halda
nrótið og einnig lýsti stjórnin yfir
þeim vilja sínum að HSÞ yrði falið
að annast 19. Landsmótið 1987.
32. ÞING UMFÍ
Samþykkt var að taka boði
USVS um þinghald að Kirkju-
bæjarklaustri og ákveðið að tíma-
setja þingið 5. og 6. sept. n.k.
GÖNGUDAGURINN
Ljóst er að um 3000 einstakl-
ingar tóku þátt í göngudeginum á
vegum tæplega 70 félaga 14. júní
1980.
Samþykkt var að stefna að
göngudegi 1981 á sama tíma þ.e.
14. júní.
NÆSTIFUNDUR STJÓRNAR
Samþykkt var að stefna að hann
verði á Akureyri 5. og 6. júní n.k.
SAGA UMFÍ
Á næsta ári verður UMFI 75
ára og voru ræddir ýmsir mögu-
leikar á því að minnast þeirra
tímamóta m.a. var sanrþykkt að
stelna að því að saga UMFÍ komi
út síðari hluta þess árs. Gunnari
Kristjánssyni fyrrum ritstjóra
Skinfaxa hefur verið lalið að ann-
ast þetta verk. Nánar vcrður
greint frá þessu ináli síðar í blað-
inu.
17. LANDSMÓT UMFÍ
Þóroddur Jóhannsson íormað-
ur Landsmótsnefndar gerði grein
fyrir störlum nefndarinnar, en frá
Landsmótsundirbúningnum er
grcint frá annars staðar í blaðinu.
Margt lleira var að sjálfsögðu
rætt á fúndinum en íleira verður
ekki tíundað að sinni.
S.G.
4
SKINFAXI