Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1981, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.02.1981, Blaðsíða 9
geta þess að nú er ungmennafélag t efsta sæti úrvalsdeildarinnar, Umf. Njarðvíkur sem hefur staðið sig einstaklega vel í vetur. Það eru ekki bein samskipti á milli KKÍ og UMFÍ sem slíkra nema þá að félagarnir eru sameig- inlegir. Það má segja að samskipti okkar við aðildarfélög UMFÍ og onnur félög séu svo til eingöngu í gegnum mót og við veitingu fag- legra upplýsinga. Hver eru helstu verkefni vetrarins? Helsta verkefnið er að halda Is- landsmótið. Þáittökuliðum er skipt niður í deildir. I karlaílokki eru það úrvalsdeild, 1. deild og 2. deild en í kvennaílokki 1. deild. Síðan eru yngri flokkar hjá báðum kynjum og er þeim skipt niður í riðla eftir landshlutum. Bikarkeppni er fyrir alla þessa flokka nema yngsta flokk karla og kvenna. Við höfum farið inn á nýja braut með því að standa fyrir skólakeppnum og firmakcppni. I keppnum framhalds- og grunnskóla eru nálægt 75 lið bæði 1 karla og kvenna flokkum. I firmakeppninni cru þátttökuliðin 12 og vonumst við að þessar keppnir geti orðið að árlegum við- burði. Þá héldum við Polar Cup eða i'íorðurlandamót unglinga nú um áramótin, þótt árangurinn hafi ekki \crið mjög góður þá tókst framkvæmdin vel. Ekki má gleyma minniboltamótunum sem eru haldin fyrir þau yngstu í í- þróttinni, 11 ára og yngri. Akveð- 'n félög hafa verið fengin til að lialda þcssi mót og hafa þau mörg liver staðið cinstaklega vel að þeim. Ekki er um beina keppni að ræða heldur er fyrst og fremst komið saman og leikið sér. Þessi mót standa eina helgi, spilað er á luugardegi þá er kvöldvaka um kvöldið. Spilað áfram á sunnudag og haldið heim seinni partinn. Skólalið geta nú einnig tekið þátt í minniboltamótun um. Helsta verkefnið framundan er verkefni landsliðsins sem keppir í C-riðli Evrópukeppninnar í vor. Þar stefnum við að því að komast upp í B-riðil. Vinsældir körfuknattleiks- ins hafa aukist mikiö á seinustu árum, af hverju? Aðal ástæðurnar fyrir þessu eru tvær. I fyrsta lagi að fleiri hafa komið auga á það að mjög heppi- legt er að stunda íþróttina. Sam- fara íþróttinni er mikil hreyfmg, lítil átök og lítil hætta á að meið- ast. I þessu sambandi hefur körfu- knattleikurinn fengið mikla út- breiðslu sem skólaíþrótt. I öðru lagi hefur áhugi almennings auk- ist og gæði íþróttarinnar batnað vegna breytinga sem gerðar voru fyrir 3 árum. En það var þegar er- lendum leikmönnum var hleypt inn í íþróttina án sérstakra búsetu skilyrða, en þeir þjálfa einnig liðin í Ilestum tilvikum. Jafnframt var deildarfyrirkomulaginu breytt, farið var í 6 liða úrvalsdeild í stað 8 liða 1. deild og er nú spiluð 4 íöld umferð. Breiddin var ekki svo mikil að þessi breytingjiefur gjör- breytt íþróttinni. Fleiri leikir jafn- ari liða og keppnin verður miklu jafnari og meira spennandi fyrir \ ikið. Starfsemi KKÍ svo og á- horfendafjöldi hefur 5 faldast við þessa breytingu. I ár byrjuðum við svo að spila 1. deildina með sama fyrirkomulagi, þ.e. 5 lið og 4 löld umferð óg hefur sú breyting einnig gefist vel. Hvemig stöndum við okkur samanborið við aðrar þjóðir? Samfara hinum mikla upp- gangi í körfuknattleiknum hef'ur getan aukist líka. Bestu liðin eru orðin miklu betri en þau voru og lið sem spiluðu í I. deildinni eins og hún var fyrir 5 árum ætti í erl'- Erlendu lefkmennirnir í körfuknattleiknum setja mikinn svip á íþróttina. Hér eru tveir ungmenna- félagar, Mark Holmes, UMFG (t.v.) og DeCarsta Webster, UMFS. SKINFAXI 9

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.