Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1981, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.02.1981, Blaðsíða 14
Eins og lesendur Skinfaxa hafa sjálfsagt tekið efitir þá hefur júdó- íþróttin, hér á landi, verið tölu- vert í sviðsljósinu að undanförnu og þá ekki síst vegna þeirra stór- fenglegu afreka sem íslenskt júdó- fólk vann á síðasta ári. Það er þó' ekki ætlunin að fara að tíunda þessi afrek hér, heldur verður reynt að gera íþróttinni sem slíkri einhver skil og rætt um júdó á Islandi. Uppruna íþróttarinnar er að rekja til Japans. Bardagaíþróttir hafa alla tíð verið í miklu áliti hjá Japönum og þaðan eru komnar margar af hinum svokölluðu „Martial arts”, íþróttum sem byggja á því að maður er gegn manni, með eða án vopna. Meðal þessara greina má telja m.a. Kar- ate, Kung fu ogjujitsu en Judo er einmitt grundvallað á meginregl- um Jujitsu. Það hefur verið á ár- unum í kring um 1880 sem ungur Japani, Jigoro Kano að nafni, lagði grunn að júdóíþróttinni. Þór fndriðason skrifar utm j ú D Ó Kano þessi hafði að baki mikla þekkingu og reynslu í þessum bar- dagalistum en þó sér í lagi á Juj- itsu, sem hann hafði lagt sérstaka rækt við. Með hliðsjón af Jujitsu tók hann til við að setja saman aðra grein sem hann kallaði Judo. Nafnið er sett saman úr tveimur orðum Ju sem þýðir mildur og Do sem útleggst sem vegur. Islensk þýðing á nafni íþróttarinnar gæti verið „Hinn mildi vegur”. Það sem Kano haíði að leiðarljósi er hann setti íþróttina saman var að nema burt og banna öll hin hættu- legu atriði Jujitsu sem óneitan- lega gat verið nokkuð ruddalegt á tíðum. Þessi viðleitni Kanos sætti mikilli gagnrýni meðal hinna íhaldsömu landa hans en allt kom fyrir ekki, hann hélt áfram að þróa greinina sem brátt náði að öðlast viðurkennigu í heimalandi hans. Og ekki leið á löngu þar til íþrótt- in fór að teygja sig út til annara heimshluta hvar hún í ríkum mæli ávann sér liylli fólks. Það er ekki hvað síst fyrir störf Jigoro Kanos 14 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.