Skinfaxi - 01.02.1981, Blaðsíða 18
Fjatlað i4vn
afrekaskrá 1980
KflRLAR:
Hlaupagreinar
Sprctthlauparar ungmenna-
félaganna áttu það sameiginlegt á
sumrinu 1980 að vera seinir í
mark, ef miðað er við árangur síð-
ustu tveggja ára. Erlingur .Jóh-
annsson er efstur á blaði í 100 m í
fyrsta skipti og átti sæti í ungl-
ingalandsliði Islands í þeirri
grein. Erlingur er á réttri leið, og
verður örugglega sterkur á næsta
sumri ef hann hcldur rétt á mál-
unum. Gísli Sigurðsson er fljót-
astur 200 m hlaupara. Hann æfir
vel og á örugglega eftir að fá borg-
að fyrir erfiðið. Næsta ár verður
vonandi heilladrýgra og vonir eru
bundnar við unga og efnilega
hlaupara auk Gísfa og Erlings s.s.
Kristján Harðarson, Guðmund
Nikulásson, Jdn Eiríksson og
Friðjón Bjarnason. Vitað er að
þessir menn æfa misjafnlega vel,
en allir hafa ómælda hæfileika,
sem ekki hafa fengið að njóta sín
vegna lítillar þjálfunar enn sem
komið er.
Stefán Hallgrímsson hljóp
liraðast í 400 metrunum, en hverf-
ur nú úr röðum ungmennafélaga.
Það er sjónarsviftir af Stefáni,
hann er skemmtilegur keppnis-
maður.
Jón Diðriksson bætti Islands-
metið í 1500 m og keppti í þeirri
grein á Olympíuleikum ásamt
800 m. Jón getur meira, ttg fánnst
Jón Diðriksson, UMSB.
mér hann ekki ná árangri í sumar
miðað við þá elju sem hann hefur
sýnt við æfingar. Hann er engu að
síður í algerum sérflokki í sinni
aðalgrein 1500 metrunum. Eg hef
trú á því að Jón dtlaupi undir
3:40.0 mín í 1500 m næsta sumar.
Brynjólfúr Hilmarsson er mjög
efnilegur hlaupari sem býr í Sví-
þióð. Brynjólfur keppti í ungl-
ingalandsliði Islands og er tví-
mælalaust efnilegasti millivega-
lengdahlaupari landsins um þess-
ar mundir.
Guðmundur Sigurðsson kom
geysilega á óvart á síðastliðnu
sumri. Hann varð Islandsmeist-
ari í 1500 m hlaupi og keppti með
unglingalandsliðinu í Svíþjóð.
Guðmundur er stórefnilegur,
áhugasamur og æftr vel, og gætu
margir ungir og efnilegir íþrótta-
menn tekið lians dugnað sér til
fyrirmyndar. Agúst Þorsteinsson
bætti sig nokkuð á árinu og dvelur
nú við æfingar og nám í Texas í
Bandaríkjunum. Agúst hleypur
um þessar mundir 160 km á viku,
og að öllu forfallalausu gefur það
góðan árangur í 5000 og 10000 m.
Lúðvík Björgvinsson sýndi
framfarir, en meiðsli komu í veg
fyrir frekari árangur. Ef Lúðvík
nær sér af meiðslunum, verður
hann í góðu formi næsta sumar,
því ekki vantar áhugann. Aðrir
Iang- og millivegalengdarhlaup-
arar sem verða eílaust liarðir í
horn að taka eru: Gunnar Snorra-
son, Siglivatur Guðmundsson,
Benedikt Björgvinsson, Jóhann
Sveinsson, Markús Ivarsson og
Björn Halldórsson.
Grindahlaupin eru óvenju slök.
Stefán Hallgrímsson er efstur sem
fyrr í báðum greinum, en Elvar
Reykjalín UMSE cr öllum á óvart
í öðru sæti í stutta grindahlaup-
inu. Allar líkur eru á að árangur í
grindahlaupum verði mun betri á
næsta ári og mætti nefna menn
sem líklegir eru til afreka auk
18
SKINFAXI