Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1981, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.02.1981, Blaðsíða 11
Frá Landsmótsneind Búið er að ráða lcikstjóra í hinar einstöku keppn- isgreinar Landsmótsins. Þeir eru: I sundi: Jóhann Möller, Akureyri. I glímu: Amgrímur Geirsson, S-Þing. I júdó: Jón Hjaltason, Akureyri. I borðtennis: Sveina Sveinbjömsd., S-Þing. I skák: Albert Sigurðsson, Akureyri. I knattspyrnu: Birgir Marinósson, Akureyri. I handknattleik: Amar Einarsson, Akureyri. I körfuknattleik: Þröstur Guðjónsson, Akureyri. I biaki: Halldór Jónsson, Akureyri. I frjálsum íþróttum: Sigurður V. Sigmundsson S-Þing. í starfsíþróttum: Guðmundur Steindórss., Akureyri. Skák. Samkvæmt Landsmótsreglugerð á forkeppni í skák að fara fram á tímabilinu 1. jan. — 15. júní landsmótsár. Til úrslita keppi 6 efstu sveitirnar á landsmóti. ’l'ilkynningar um þátttöku þurfa að berast fyrir 1. mars. Hópíþróttir. Eins og kunnugt er, verður ekki forkeppni í eftirtöldum hópíþróttum: Handknattleik kvenna, körfuknattleik karla og blaki karla. Af skipulags- ástæðum er nauðsynlegt að vita um þátttöku með nokkrum fyrirvara. Er þ\ í óskað eftir tilkynning- um um þátttöku fyrir 1. maí. Golf. Komið hefur til tals að koma á keppni í golfi á landsmótinu sem sýningargrein. Golfvöllurinn á Akureyri er upptekinn tvo fyrstu mótsdagana, svo eina leiðin til að koma á slíkri keppni er að hún fari fram síðasta mótsdaginn þ.e. sunnudaginn 12. júlí. Ef áhugi er á, að efna til golfkeppni á landsmót- inu, er nauðsynlegt að óskir um það komi fram fyrir 1. mars. Kynningargreinar. I ráði er að keppni fari fram í siglingum, lyfting- um og fimleikum, sem kynningargreinum og verður þeirra nánar getið innan skamms. Aðsetur Landsmótsnefndar. Landsmótsnefnd hefur opnað skrifstofu að Hjalteyrargötu 10, Akureyri sími 96-23707. Fyrst urn sinn verður hún opin á þriðjudögum og fimmtudögum á milli kl. 5 og 7 e.h. Þar verða til viðtals Landsmótsnefndarmennirnir Þóroddur Jóhannsson og Sigurður Harðarson. Jótavnó'tlijá Umý. Batdri Lfmí. Baldur Hvolhreppi hélt sitt árlega Jólamót í frjálsum íþróttum innanhúss dagana 29. og 30. desember s.l. Fór keppni fullorðinna fram fyrri daginn, en þann seinni var keppt í aldursilokk- um 14 ára og yngri. Fyrirhugað var að keppa einnig í kúluvarpi, en þeirri keppni varð að lresta vegna veðurs. Keppni var mikil á mótinu, en keppendur voru öllu fleiri seinni daginn. Bestum árangri á mótinu náði Guðmundur Nikulásson er hann stökk 9.24 m í þrístökki. Setti hann þar Baldursmet og um leið Rangæingamet. Anna Björk Einarsdóttir náði einnig ágætum árangri í hástökki, er hún stökk 1.35m í aldursflokki 11—12 ára. Stighæstu einstaklingar urðu: Guðmundur Nikulásson og Margrét B. Guðnadóttir. Fyrirtæki á Hvolsvelli gáfu verðlaunapeninga á mótið og voru þeir veittir fyrir fyrsta sætið. Mótstjórar voru þeir Ottó Olafur Gunnarsson og Örn Guðnason. ÖG. SKINFAXI 11

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.