Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1985, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.02.1985, Blaðsíða 3
Slánfaxi 1. tbl. - 76. árg. -1985 Utgefandi- Ungmennaíélag íslands. • Ritstjóri: Guðmundur Gíslason. • Stjóm U.M.F.Í. Pálmi Gíslason. formaöur, Bergur Toríason, varafor- ^aður, Jón G. Guðbjömsson, gjaldkeri, Bjöm Agústsson, ritari, Guðmundur H. Sigurðsson, með- stjórnandi, Þóroddur Jóhannsson, meðstjóm- úhdi, Diðrik Haraldsson, meðstjórnandi. • Af- Ureiösla Skinfaxa: Skriístofa U.M.F.Í. Mjölnisholti Reykjavík, sími 14317 • Setning, umbrot og íihnugerö: Prentþjónustan hí. • Prentun: Prent- smiðjan Rún sí Meðal efnis Fréttir írá íélögum..................... 4 Guöjón Ingimundarson slötugur...................... 5 felandsgangan.................. 7 Ungt afreksfólk................ 8 HinhUöin....................... 11 Tóbaksvarnir................... 12 Skákþáttur..................... 14 p-M.S.K. mót 1 karate....................... 16 jœknimál F.R.Í................. 17 Biidge......................... 18 Skíöamót U.M.F.Í............... 19 Sitt lítið af hverju um sund...................... 20 íslandsmet jjundi 1984 ................... 21 Afrekaskrá U.M.F.Í. j984 skoöuö................... 24 Aírekaskrá í frjálsum ÍÞróttum...................... 28 Borgamesmót í sundi............ 31 Visnaþáttur................... 32 Ármann Pétursson 'hinning...................... 34 Alþjóöaár ^Sskunnar..................... 36 Leikritasafn U.M.F.Í....................... 37 Félagsmálaskóli U.M.F.Í....................... 38 Forsíöumynd: Forsíðumyndin er aí Guðjóni ingimundarsyni fyrmm sijórnar- unanni í U.M.F.Í. Alþjóöaár Æskunnar 1985 Sameinuðu þjóðirnar hafa tileinkað æskunni árið 1985 undir kjör- orðum: þátttaka — þróun — friður. Ráðgjafanefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna bendir sérstaklega á eftirfarandi efni til að vinna að: húsnæði — atvinna — frístundir — vímuefni. Það er þegar ljóst að fjölmörg félagasamtök, bæjar- og sveitafélög munu velja sér efni til að vinna að, og hafa reyndar mörg ákveðið verk- efni. Sjálfsagt munu margir spyrja: „gerir þessi bægslagangur eitthvert gagn?“ Og einhver ungmenni munu í lok ársins andvarpa feginslega og segja: „Er þessu ári nú loksins lokið“. Úrtölu- og efasemdafólk mun alltaf skjóta upp kollinum, hversu gott sem málefnið er. Ég er sann- færður um að margt af því sem boðið verður uppá mun skila árangri æskunni til heilla. Ungmennafélag íslands hefur ákveðið nokkur verkefni. Átak verður gert í skógrækt og plantað jafnmörgum trjálplöntum og ungmennafé- lagarnir eru margir, eða rúmlega 26 þús. plöntum. Skógrækt er gamalt mál ungmennafélaga og á bernskudögum ungmennafélagshreyfingar- innar var skógrækt í hávegum höfð. Unnið er að því að allir sambandsaðilar UMFÍ reki sumarbúðir næsta sumar. Mörg héraðssambönd hafa rekið sumarbúðir með góð- um árangri. Þörfin er ótvíræð og því keppikefli að fá sem flesta til að standa að slikum rekstri. Framhald verkefnisins „Eflum íslenskt“ er á dagskrá þó ekki sé enn ákveðið hvernig staðið verði að framkvæmd þess. Það er ljóst að horfur í atvinnumálum eru ekki mjög bjartar. Áætlað er að um 50 þús. ný störf þurfi til næstu aldamóta vegna þeirra þjóð- félagsþegna er bætast við og vegna breytinga í atvinnuháttum. Nauð- synlegt er að hvetja fólk til að kaupa innlenda framleiðslu. Val hvers hlutar er lendir í innkaupakörfunni getur ráðið framtíð barnsins sem þú leiðir við hönd, því hver litill hlutur er hlekkur í stórri keðju. At- vinnuleysi er eitt mesta böl sem ungt fólk lendir í og veldur ógæfu margs ungmennis í nágrannalöndum okkar. Þessari ógæfu getum við vonandi bægt frá með réttu hugarfari. Á þessu ári verður haldið fyrsta skíðamót fyrir börn og unglinga í nafni UMFÍ. Það verður í Ólafsfirði ef nægur snjór fæst. Auk þess sem hér hefur verið talið verða sjálfsagt ýmis fleiri verkefni sem tengd verða ári æskunnar. Auðvitað eru öll ár hjá UMFI ár æskunnar, en samt fer ekki hjá því að áherslur breytast þegar slík hvatning berst. Ég vona að þau fjölmörgu góðu verkefni sem fara í gang á þessu ári verði æsku okkar til heilla og áfram verði unnið að þeim verkefnum er best takast. Jslandi allt. i » , Pálmi Gíslason. skinfaxi 410002 3

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.