Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1985, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.02.1985, Blaðsíða 8
Ungt afreksíólk Sigurður Matthíasson UMSE Guðmundur Gíslason í þessu og næstu blöðum er ætlunin að kynna ungt afreksfólk úr hinum stóra hópi ungra afreks- manna aðeins með stuttu spjalli. Sá sem varð fyrst fyrir valinu nú er Sigurður Matthíasson. Hann hefur lagt stund á fjölmargar íþróttir um dagana, en er senni- lega kunnastur fyrir afrek sin í hástökki án atrennu. Rétt eftir áramótin setti hann nýtt íslands- met í þessari grein er hann stökk 1,85 m. og er það annar besti ár- angur í heiminum í dag. Því ætlar Skinfaxi aðeins að spjalla við hann um íþróttir og fleira. Þess má geta að Sigurður hefur keppt fyrir U.M.S.E. Hvenœr byrjaöir þú aö stunda íþróttir? Ja, ætli ég hafi ekki kynnst þeim fyrst í sundlauginni hjá pabba, en hann er íþróttakennari. Og svo kom þetta smám saman að maður fór að stunda hinar og þessar íþróttir, og þá aðallega i heimavistaskólunum, en pabbi kenndi á svo mörgum stöðum er ég var yngri. Mig minnir að við höfum búið á einum 11 stöðum, þó sennilega lengst í Reykholti, þar sem við vorum allan daginn í íþróttum. Það voru þá aðallega fótbolti og körfubolti. Varstu þd ekkert íarinn að stunda írjdlsar íþróttir? Nei, ekki neitt að ráði. Það var ekki fyrr en ég kom í menntaskóla að ég fór að stökkva hástökk án atrennu og má segja að ég njóti góðs af því að hafa stundað körfubolta mikið því stökkkraft- urinn þjálfaðist mikið við þá iðk- un. Þú hefur þá ekki ákveöiö snemma hvaöa íþrótt þú œtlaðir að stunda? Nei, maður var bara í þessu öllu og lagði ekki neina áherslu á neina sérstaka íþrótt. Það er ekki fyrr en núna sem ég er farinn að hugsa um að taka einhverja grein fyrir. Manstu eftir einhverju skemmtilegu móti? Já, ég man vel eftir nýafstöðnu íslandsmóti. Það var mjög fjöl- mennt og skemmtilegt. Lang- stökkið án atrenu þótti mér þó skemmtilegast en þar háðum við Gísli Sigurðsson harða keppni. Ég verð að segja að ég hélt að ég væri búinn að vinna með 3,30 m og var farinn að hvíla mig fyrir hástökkið. Þá stökk Gísli 3,33 m, þannig að ég varð að taka á öllu ef ég ætlaði að vinna, og næ að stökkva 3,36 m sem er þriðji besti árangurinn ennþá. Þess má geta að Gústaf Agnarsson á metið sem er 3,44 m sett í sjónvarpssal fyrir nokkrum árum. Finnst þér fjölmiölar gera frjálsum íþróttum góö skil? Stundum en ekki alltaf. T.d. um daginn á mótinu á Selfossi, sem var mjög gott mót hvað fjölda keppenda og árangur áhrærir, þá mætti sjónvarpið ekki og enginn ljósmyndari og fannst mér það nokkuð lélegt af þeim að koma ekki á mótið. Nú ert þú nýútskriíaður íþróttakennari. Hvernig Siguröur Matthíasson. 8 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.