Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1985, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.02.1985, Blaðsíða 9
fannst þér aö vera á íþrótta- kennaraskólanum? Svona eftir á finnst mér bara gaman að hafa farið í skólann því þetta var ekki eins erfitt og strangt og ég hafði haldið, eins og var búið að segja manni. Hvar settirðu þitt fyrsta ís- landsmet í hástökki án atrennu? Það var í félagsheimilinu Vala- skjálf á Egilsstöðum er ég var í menntaskólanum þar. Þá stökk ég 1,77 m En við höfðum ekki aðra aðstöðu til að æfa og keppa en í Valaskjálf. Einnig var keppt í sal í skólanum, en eingöngu í at- rennulausum stökkum. Körfu- bolta gátum við líka stundað í Valaskjálf. Áttiröu von á því aö setja íslandsmet á mótinu um daginn? Nei, ég var nú dálítið hissa á þessu sjálfur. Ég var búinn að stökkva 1,81 m á æfingu þannig að með heppni bjóst ég við að komast það á mótinu. Hvaö er nú framundan hjá þér í íþróttunum? Ég veit það nú ekki alveg enn- þá, er jafnvel að hugsa um að fara til Bandaríkjanna í skóla en það er ekki víst. Svo er ég að æfa spjótkast og kastaði nú um dag- inn yfir 64 m en ég átti best í fyrra rúma 61 m þannig að þetta er allt saman alveg óráðið hjá mér eins og er. Þú œtlar þó ekki aö hœtta íþróttum? Nei, það er alveg öruggt. Það er bara spurningin hvaða grein ég vel. Meö þessum oröum kvaddi Sigurður mig þar sem hann þurfti aö koma sér aftur í vinnuna. veistu hvar verömætm liggja Paö er einfalt og þó engar smáupphæöir í spilinu: Nú er 66 MILUÓNUM varið í vinninga, svo aö fjóröi hver miöi vinnur en HAGNAÐURINN fer til nýju endurhæfingar- og þjálfunarstöðvarinnar sem veriö er aö reisa á Reykjalundi, þar sem fjöldi manns hvaðanæva af landinu hefur hlotiö aöstoö. þeir fljúga um allt land og geta lent hjá öllum sem eiga miöa. Nú eru þeir hver öörum glæsilegri: Nýrstórvinningur, HAUSTVINNINGUR í október: RANGE ROVER aö verðmæti ein og hálf milljón. 14 MILUÓNIR í POTTINUM í desember, þar af EIN OG HÁLF MILUÓN á einn miöa. n vinningamir? Þeim höfum viö reyndar enga stjórn á, 0 gmiöinn kostaraöeins 120 krónur. Happdrætti 4 V SKINFAXI 9

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.