Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1985, Blaðsíða 32

Skinfaxi - 01.02.1985, Blaðsíða 32
Vísnaþóttui Skiníaxa Ágætu vísnavinir nær og fjær, nú tökum við upp þráðinn frá síð- asta þætti sem innihélt eintóma fyrriparta eftir undanfarið frí í nokkrum blöðum. Við byrjum á tveim eftirlegukindum úr blaði frá í sumar en þar var fyrripartur á þessa leið: Skinfaxi er skondið blað, skemmtilegt að lesa. og Karl Gunnlaugsson botnaði: Allir vilja eignast það, og yrkja í þann pésa. en J.F. HJ segir: Æ velkomið í mitt hlað, aldrei líkist pésa. Og þá snúum við okkur að fyrripörtunum úr síðasta blaði. Sá fyrsti var: Sólin lcekkar lofti á, liggur niðri vinna. J.F. HJ botnar: Beiskara er að banna má, betri verkum sinna. og Karl: Uppi í rúmi ýmsir þá unaðsstundir finna. Næsti fyrripartur var: Semja Albert vildi við, viðmœlendur sína. og J.F. HJ: Virtist þó hans veika hlið, og velja orðgnótt fína. Þá kom fyrripartur um launamál kennara, sem var á þessa leið: Kennarar með léleg laun, loka skólum víða. Karl botnar: Enda fá þeir ekki baun, eftir launum bíða. og J.F. HJ: Æskan hlýtur ótal kaun, uns hún lœrir hlýða. Og síðasti fyrriparturinn í þess- um kafla var: Lítil króna lcekkar enn, lokið er grjónaáti. Karl segir: Vona ég að vaskir menn, verðbólguna máti. J.F. HJ: Þó skulu vita þjóðarmenn, að þetta er lífsins máti. í síðasta þætti kom fram það nýmæli að N.N. sendi þrjá fyrri- parta sem hann skoraði á Jóhannes Sigmundsson Syðra- Langholti að botna. Jóhannes brást hart við svo sem oft áður og botnaði í snarheitum. Ég er ekk- ert að tíunda fyrripartana frekar þeir sjást í vísunum, sem líta svona út þegar Jóhannes hefur bætt sínu við. Alla hrellir stöðugt strit, stjórnin fellir gengið. Steingríms velling við ég sit, vonda skell hef fengið. Gröndin fjögur fyrst um sinn, fcerðu yfir borðið. Vill í slemmu vinurinn, vitnið lítið orðið. Sparaði bceði spil og lit, sparðatíning sagði. Að cetla í „game“ var ekkert vit, enda fast ég þagði. J.F. HJ og Karl taka sig einnig til og botna með Jóhannesi: Hjá J.F. HJ eru vísurnar svona: Alla hrellir stöðugt strit, stjórnin fellir gengið. En mér skellir vesælt vit, víða smell hef fengið. Gröndin fjögur fyrst um sinn, fœrðu yfir borðið. Er að fjara andi þinn, á ekki slemman orðið. 32 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.