Skinfaxi - 01.02.1985, Side 13
þeim, sem ekki reykja, á að stund-
um verða menn að sýna mikið
langlundargeð til að ná markmið-
um sínum og þótt auðvitað séu
nokkrir þrákálfar, sem streitast
við að fara að lögum, muni þeir á
endanum láta undan festu um
kurteisi. Keyri þrákelnin hins veg-
ar um þverbak geta menn leitað
réttar síns t.d. til Vinnueftirlits
ríkisins og heilbrigðisnefnda.
Reykingavandamálið er fyrst
og fremst heilbrigðisvandamál,
því þegar svo er komið að 5.—6.
hvert dauðsfall á landinu er
ótímabært af völdum reykinga þá
verða menn að hafa þrek til þess
að horfast í augu við slíkt og
bregðast við því á skynsaman
hátt. Það hefur sýnt sig að þegar
hlutir fara loks af stað á Islandi
þá gerast þeir fljótt.
Fœrri reykja íleiri
sígarettur
Kannanir sýna að reykinga-
Til lesenda
Nú eins og oft áður er þörf á
efni og hugmyndum um efni í
blaðið okkar. Því vil ég hvetja
ykkur öll til að senda eða hringja
inn efni eða hugmyndir um efni í
blaðið. Verið ekki pennalöt eða
feimin við að láta vita hvernig
ykkur finnst blaðið. Við tökum
allri gagnrýni með þökkum hvort
sem hún er góð eða slæm. Ekki
segja við sjálfan sig „Oh hvað
þetta er nú lélegt og leiðinlegt
blað“ heldur látið vita um það
sem ykkur finnst að. Þannig get-
um við öll lagst á eitt um að gera
blaðið öflugt og skemmtilegt.
Verið því óhrædd við að láta
heyra í ykkur. Þið vitið heimilis-
fang okkar, er það ekki? Já, og
símanúmerið 91-14317. Ég bíð
spenntur eftir að heyra í ykkur.
Ritstjóri
mönnum fækkar, en sala á síga-
rettum eykst. Það eru sem sagt
færri sem reykja, en þeir sem
reykja, reykja meira og það kem-
ur m.a. til af því að það er sífellt
minna nikotín í sígarettunum,
það er hent lengri stubbum, þær
eru léttari o.s.frv., það þarf sem
sagt fleiri sigarettur til þess að ná
sömu áhrifum. Allar líkur benda
til að á næstu árum muni veru-
lega draga úr reykingum vegna
þess einfaldlega að þegar fólk
kemst að raun um hættuna með
aukinni þekkingu og fræðslu þá
leiðir sjokkið til þess að menn
hætta að reykja eða minnka það
verulega, nema þar sem sjálfseyð-
ingarhvöt ræður ferðinni og það
er sem betur fer í undantekning-
artilfellum.
Á skynsemin aö ráöa?
Hitt er svo að nýju lögin gera
ekki síður ráð fyrir rétti þeirra
Happdrœtti
UMFÍ
Nú er verið að undirbúa happ-
drætti U.M.F.Í. og gera vinninga-
skrá. Það verða margir og góðir
vinningar að þessu sinni. Áætlað
er að dregið verði 1. júlí n.k.
þannig að sambönd og félög fá
bráðum senda miða til að selja.
Það er ekki að efa að þeir verða
kærkomin sending, þar sem sölu-
aðilar fá góð sölulaun fyrir. Við
skulum því leggjast öll á eitt um
að gera þetta happdrætti veglegt,
bæði í vinningum og sölu. I næsta
blaði munum við birta skrá yfir
vinningana sem verða um 50 tals-
ins.
sem reykja þótt almenna reglan á
opinberum stöðum og vinnustöð-
um sé sú að reykingar eru tak-
markaðar, en þessi lög eru dæmi-
gerð um það að höfðað er til al-
mennrar skynsemi og samvinnu
einstaklinga og hópa um lausn á
þessu máli þannig að hver njóti
síns réttar án þess að það sé á
kostnað hins, en líklega eru allir
sammála um það þrátt fyrir allt
að það sé óheyrilega dýrt að
kaupa sígarettuna fyrir sjö mín-
útur af lífi.
Árni Johnsen
Ein
meö 8
karlmönnum
Það er mjög algengt á fundum
og þingum að menn kasti fram
vísum af hinum ýmsu tilefnum.
Vísa sú sem hér kemur á eftir varð
til á sambandsráðsfundinum á
Hvammstanga í vetur. Þar voru
mættir margir fulltrúar og gestir
en fáar konur voru þó þar á með-
al. Ein þeirra varð þó þeirrar
ánægju aðnjótandi að sofa í
herbergi með 8 karlmönnum og
varð þá þessi vísa til.
Víst ég hefí víða náttað,
veldur sá sem okkur skóp.
Aldrei hef ég áður háttað,
ein með slíkum karlahóp.
SKINFAXI
13