Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1985, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.06.1985, Blaðsíða 8
Reynii kominn hiinginn Form. Umf. SelfossBjörn Gíslason Form. HSKafhendir gjöf frá sam- fœrir Reyni gjöf frá félaginu. bandinu. Pálmi Gíslason formaöur UMFÍ afhendir Reyni gjöf frá UMFÍ. Steinninn sem Reynir fékk frá UMFÍ. Nú 25. júní kom Reynir Pétur Ingvarsson á Selfoss og hafði þá gengið hringveginn á 32. dögum. Er þetta mikið afrek, enda hefur öll þjóðin fylgst með göngu hans og hrifist af þessu framtaki og þá ekki síst af hinni einlægu og glað- væru framkomu Reynis. Þetta af- rek sýnir að þroskaheft fólk getur líka unnið mikil og góð afrek engu að síður en hinir sem taldir eru heilbrigðir. Það sem hefur einkennt þessa göngu Reynis er hin mikla lífsgleði og jákvæð við- horf til lífsins og tilverunnar. Mættum við hin mikið af þessu læra, því þó að eitthvað bjáti á þýðir ekki að gefast upp heldur halda áfram og sigrast á erfiðleik- unum, eins og Reynir sigraði hringveginn. Er Reynir kom á Sel- foss og lokaði hringnum var hon- um fagnað sem hetju af fjölda manns, sem og annars staðar þar sem hann kom. Voru honum færðar gjafir frá mörgum aðilum þ.á.m. frá HSK, Umf. Selfossi, Leikfélagi Sclfoss, Bæjarstjórn Selfoss og þá færði UMFI honum stein mikinn með nafni hans og mynd af honum sjálfum á. UMFÍ vill óska honum til hamingju með þetta rnikla afrek og óskar honum gæfu og gengis um ókomna fram- tíð. 8 SIUNFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.