Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1985, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.06.1985, Blaðsíða 24
Vísnccþáttur Skinfaxa I síðasta þætti sendi Pálmi Gíslason „boltann“ til Helga Seljan og það stóð ekki á svari hjá honum frekar en fyrri daginn. En Helgi, eins og allir sem hafa gaman af kveðskap vita, er bæði góður hagyrðingur og hann er greinilega í góðri þjálfun líka, en þessa 'þrótt þarf að æfa eins og aðrar. Hér kemur svo árangurinn af samstarfi Pálma og Helga: Ríkissíjórnin ráðlaus er reynir þó að lafa. Þjóðin sefur því er ver en þetta vild ’ún hafa. Flestir hafa lítil laun, en tifa af gömluin vana. Og ýmsir vinna ekki baun, en aðrir við þá stjana. Ekkert fár né trega tár tengist ári þessu. Argir krármenn ýfa sár ymja dáramessu. J.S. hefur ekki látið í sér heyra lengi en nú hefur hann gripið pennann og eftir því hvernig hann hefur vísurnar finnst mér hann ekki stórhrifinn af ríkisstjórn- inni. Ríkisstjórnin ráðlaus er reynir þó að lafa. Gerði þessi huldu her húsbyggjendum klafa. Flestir hafa lítil laun en lifa af gömlum vana það er að verða þyngsta raun að þrauka og forðast bana. Ekkert fár né trega tár tengist ári þessu. Þótt stjórnar klárinn kvalin sár kúri á blárri sessu. Það er engu líkara en blessuð ríkisstjórnin fái almennt á bauk- inn í þættinum að þessu sinni því N.N. sendir þetta: Ríkisstjórnin ráðlaus er reynir þó að lafa. Þegar hún til fjandans fer flestir veislu hafa. Flestir hafa lítil laun en lifa af gömlum vana. Verkalýðnum reynist raun að ráð skuldum bana. En þá er komið að „boltanum“ sem Helgi Seljan sendir Sigurður Ó. Pálssyni Egilsstöðum, með þessum fyrripörtum. Enn fer vor um austurland óma hörpustrengir Undur þrái ég austur nú ungviðinu að sinna. Og þar sem siður er að hafa fyrripartana þrjá bætum við ein- um við handa Sigurði í sama dúr, (eða næstum því). Tinda fjalla sjaldan sjá svo er um allu firði Með bestu kveðju Ásgrimur Gíslason. 24 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.