Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1985, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.06.1985, Blaðsíða 17
Séö yfir danspallinn. íþrótta- og ungmennafélögin sem eru tæki til að efla sinn hag, til að ná betri árangri í sinn grein, til að viðhalda og auka ánægjuleg sam- skipti við jafnaldra á heimaslóð- um, í nágrannabyggðum, í öðrum landshlutum. í augum þessa fólks er vel heppnuð útisamkoma mikill sig- ur. Það er mikils vert að standa að slíkri samkomu, og hvort sem hún er stór eða lítil, haldin við góðar aðstæður eða slæmar, þá er alltaf spurningin þegar upp er staðið: „Hvernig tókst okkur? Hvað gerðum við vel? Hvað hefði betur mátt fara? Höfðum við þann ágóða sem við væntum? Og hvernig sem svörin kunna að verða við þessum spurningum, stendur eftir sú staðreynd að sam- tökin eru sterkari eftir en áður, það hefur verið unnið afreksverk, hvort sem það hefur verið frum- raun eða endurtekinn árviss at- burður. Eins og þér sáið, munuó þér uppskera Keppikefli allra samkomuhald- ara er að hafa gesti sína ánægða. Ef sýnt þykir að allir fari heim af samkomunni með ánægjulegri minningar er sigurinn kórónaður. Og án þess að ég vilji fara út í beina kennslu í þessum efnum vil ég nefna þrjú mikilvæg atriði: 1. Dagskrá þarf að vera vel val- in, kannski ekki endilega dýr, en höfða örugglega til samkomu- gesta. Mikils er um vert að sam- komugestir eigi möguleika á að taka einhvern þátt í henni. 2. Veitingar þurfa að vera næg- ar og sem fjölbreyttastar. 3. Annar aðbúnaður, upplýs- ingar, sjúkrahjálp, snytiaðstaða, löggæsla, bílastæði, o.s.frv. eru atriði sem oft eru vanrækt og valda gestum vonbrigðum. Ef framantalin 3 atriði eru í lagi er glaðværðinni og góða skapinu boðið heim. Hrindum Baklrusi úr hásœtinu Og þá skal komið að því sem mest einkennir fréttir af atburð- um þessum og flestir spyrja um, ungir sem gamlir, sjálfu áfengis- bölinu. „Var rnikið fyllirí?“ Er trúlega fyrsta spurningin sem margur æskumaðurinn fær að heyra frá aðstandendum þegar heim er komið. Jú, satt er það, áfengisneysla er almenn á útihátíðum, græn flaska með glærum vökva fyrir- finnst i farangri margra og ein- staka maður alveg ótrúlega birgur af brjóstbirtunni. Þeir sem stjórna slíkum sam- komum vildu eflaust margir vera alveg lausir við þennan vimugjafa af svæðinu, en þá er líka víst að gleðisvipurinn hyrfi af andlitum margra. Þarna er svo sem í fleiru vandhitt meðalhófið, og það sem verra er, þeir sem eldri eru ekki hafðir í miklu áliti hjá hinu „unga íslandi", þegar þeir fara að predika um áfengismál. Grundvallaratriðið er að skiln- ingur á þessu sem öðru þarf að aukast á báða bóga. Samkomu- haldari þarf að hafa stöðugt auga með ásigkomulagi gesta sinna. Yngstu kynslóðarinnar þarf að gæta sérstaklega. Á móti þurfa háttvirtir sam- komugestir að hafa það hugfast að ganga skal hægt um gleðinnar dyr. Áður en lagt er af stað til slíks fagnaðar, þarf sérhvet ungmenni að setja sér það markmið að verða sér og sinu umhverfi ekki til skammar. Leiðin til þess að forð- ast það er annað hvort að hafna áfenginu alveg, eða gera það að spökum fylginaut, en ekki skurð- goði, eins og oft vill verða. Erfitt er að halda Bakkusi í skefjum, en það veit trú mín að metnaður ungs fólks er mikill, og ef þar við bætist samtakamáttur- inn, þá ættu allir að geta samein- ast undir kjörorðinu: „Minna magn, meiri ánægja“. Sigurjón Bjarnason Atlavíkin sjálf. SKINFAXI 17

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.