Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1985, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.06.1985, Blaðsíða 12
Iþróttctíréttii írá HSK Jón M. ívarsson íþróttastarf HSK hefur verið mjög öflugt í vetur að vanda. Þær innanhússíþróttir sem víðast eru stundaðar, eru körfubolti, blak og frjálsíþróttir að ógleymdu sundinu. Héraðssambandið Skarphéð- inn hefur nú á að skipa öflugasta sundliði landsins og sigraði glæsi- lega í bikarkeppni SSI í haust. Mesta afreksfólk sambandsins eru systkinin Magnús og Bryndís Ólafsbörn, sem sett hafa hvert ís- landsmetið á fætur öðru undan- farið, og svo íþróttamaður HSK 1984 Tryggvi Helgason, sem nú æfir sund í Bandaríkjunum og hefur sýnt stöðugar framfarir að undanförnu. Blaklið HSK keppti í II deild íslandsmótsins i blaki og náði þar öðru sæti í vetur eftir harða keppni við KA. Frjálsíþróttafólk HSK er í mikilli sókn um þessar mundir. Unglingastarfið hefur borið góð- an ávöxt og á M.I. 15—18 ára í vetur unnust 12 íslandsmeistara- titlar. Jón A. Magnússon, 16 ára Gnúpverji setti sveinamet í þrí- stökki, 13,26 m. Guðbjörg Viðarsdóttir, 14 ára stúlka úr Austur Landeyjum setti íslandsmet telpna í kúluvarpi 9,86 m. í skólakeppni FRÍ nú í vor. Suðurland sigraði í keppn- inni, en allir keppendur Suður- lands voru frá HSK. Á héraðsmóti HSK innanhúss í vetur setti Ingibjörg Ivarsdóttir íslandsmet í þrístökki án atrennu 8,08 m. HSK átti fjóra keppendur á leikum smáþjóðanna í San Marínó nú nýlega. Voru það syst- kinin Bryndís Ólafsdóttir og Magnús Ólafsson, sem kepptu í sundi og Pétur Guðmundsson og Soffía R. Gestsdóttir sem kepptu í kúluvarpi. Öll unnu þau til gull- verðlauna og áttu stóran hlut í sigri íslenska liðsins. Glima er nú óvíða stunduð á landinu, en HSK er þó eitt af þeim samböndum er heldur merki glímunnar á lofti. Skjaldarglíma HSK 1985 var haldin að Laugalandi í Holtum 4. apríl s.l. Þar kepptu 24 glímu- menn í þremur aldursflokkum og voru glímur alls 103. í drengjaflokki sigraði Haf- steinn Hannesson, Umf. Ingólfi og í unglingaflokki sigraði Kjart- an Ásmundsson Umf. Hvöt. Sigurvegari í karlaflokki sem jafnframt er hin eiginlega skjald- arglíma HSK, varð Kjartan Helgason Umf. Hvöt. Hlaut hann til varðveislu glímuskjöld Skarphéðins, sem er án vafa veg- legasti verðlaunagripur sam- bandsins. Er það ágrafinn silfur- skjöldur og á viðfestum silfur- peningum eru nöfn hvers skjald- arhafa frá upphafi. Um skjöldinn hefur verið keppt frá árinu 1910, eða allt frá stofnun Skarphéðins. I tilefni af ári æskunnar var efnt til skólahlaups HSK í öllum skólum á sambandssvæðinu, en þeir eru 28 talsins. Fyrst var hlaupið í hverjum skóla fyrir sig og síðan komu þeir bestu til úr- slitahlaups að Laugarvatni 17. apríl s.l. Nemendur ÍKI sáu um framkvæmd hlaupsins og voru þar 160 þátttakendur í fjórum flokkum. Barnaskóli Selfoss sigr- aði í stigakeppni skólanna og 12 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.