Skinfaxi - 01.06.1985, Blaðsíða 26
Hvaða fugl
er þarna?
Hugleiðing um íugla
íyrir göngufólk
Þorsteinn Einarsson
Strendur íslands við krossgötur
heitra og kaldra hafstrauma
Atlantshafs og norður-ishafs veita
27 sjófuglategundum varpstöðvar
í björgum, á söndum, í eyjum og
dröngum. Skammt undan þeim
eru fengsæl fiskimið, vegna hag-
stæðra lifsskilyrða, plöntureks og
annarar frumátu. Þangað sækir
hin fiðraða drótt sér og afkvæm-
um æti við yfirborð eða í undir-
djúp. Mikils fengs er þörf á
skömmum tíma og því kjósa fugl-
arnir sér „útver“ sem næst matar-
borðinu. Til dvalar sumarlangt
sækja sjófuglar með hækkandi
sól til samlifs, ásta, varps, egglegu,
fóðrunar og fósturs afkvæma, og
hverfa að lokinni svölun eðlis-
hvata á haf út og ungviðið heillar
einnig útsærinn. Björgin sem eru
ötuð driti sumargestanna veðrast i
veðrum hausts og vetrar. Regnið
þvær þau, svo að til plöntureks
hafsins skilast í dritrennslinu
gróðurmagnandi áburður. Teikn-
ing af fuglabjargi fylgir þessari
lesningu, ásamt skýringum. Sam-
einað er í einni mynd kjörlendi 16
sjófuglategunda. Hvergi er til
fuglabjarg sem allar þessar teg-
undir taka í heima til varps. Látra-
bjarg víðfemt og hátt, sem setið er
af ákveðnum tegundum i meiri
mergð en nokkursstaðar annars-
staðar, hýsir ekki allar sjófugla-
tegundir. — Ekki er unnt að skil-
greina fuglabjarg. í úteyjum og á
strandlengju íslands eru rúmlega
25 staðir, sem kallast þessu nafni
og einkum af því að þar eru eggver
og fuglatekja. — Álitið var að
vegna árstímans, sem kafli þessi
birtist á væri rétt að taka sjófugla
til meðferðar. Margir hafa um há-
sumar tækifæri á að komast að
fuglabjörgum á landi eða sjó.
Fyrri hluta júlí er lífið í þeim
morkvikast. Tvennt kemur aðal-
lega til. Fóðrun unganna stendur
sem hæst og ókynþroska fuglar
leita að og upp í björgin. Um
miðjan júlí fara sumar svartfugla-
tegundir að halda á haf út ásamt
ungunum. — Upp í björgin fer
fuglinn að leita í febrúar. Fýll sést
í þeim frá í nóvember, þegar vot-
viðri gerir. Varp hefst hjá sumum
í apríl en flestir verpa í maí til
fyrstu daga í júní. Útungun og
fóðrun lýkur um miðjan júlí hjá
sumum en hjá öðrum undir lok
ágúst og jafnvel ekki fyrr en í
september. Ungar sæsvala yfirgefa
margir ekki holur í sverði eða
berglögum, fyrr en á jólaföstu. —
Þó þriðjungur ísl. varpfugla séu
sjófuglar, þá er fjöldi þeirra öðr-
um meiri. Hefur hann verið áætl-
aður um 14—20 milljónir og þvi
bera sjófuglar mörgum ferða-
manni fyrir augu við strendur
landsins.
— Hver sem ætlar að skoða i
fuglabjarg af brún þess, skyldi
fara með varúð. Setjast skal eða
leggjast við brúnina og þegar upp
er staðið ganga aftur á bak frá
henni. Margir munda sjónauka
eða myndavél. Við þá beitingu
skal gæta enn meiri varúðar.
— Meðal skýringamynda hafa
verið teknar með myndir af kjóa
og skúm, sem ekki eru bjargfugl-
ar. Þeir setja svip á fuglamorið við
bjargið með framferði sínu, sem er
ránskapur. Maríerlur, þúfutittl-
ingar og sólskríkjur skjótast um
björgin, þó tegundirnar teljist eigi
til bjargfugla. — Þá eru til sjófugl-
ar sem ekki verpa í björgum t.d.
óðinshani, hávella og straumönd
sem á sumrum sjást á tjörnum,
vötnum og lindarám. Á sjóflám
við björg sjást stundum hópar
óðinshana og við þau blikar
straumanda í sínum prúðasta
skrúði. Margir halda, að skarfa-
tegundirnar: topp- og díla- eða
vasaskarfur séu bjargfuglar, en
svo er eigi, þó toppskarfar eigi
smá vörp í Látrabjargi og í gjögr-
óttum Hafna- og Krisuvíkurbergi
og Svörtuloftum. Beggja tegunda
verður vart í og við fuglabjörg síð-
sumars og setja svip á fuglaflot-
ann við þau, — hvað þá er þeir
„messa“ á urðarköstum eða snös-
um neðst í björgum.
Athugasem og leiðrétting
Vegna þess hve bjargfuglar eru
margir og ómögulegt að slita grein
um þá i sundur varð að auka
plássið fyrir þennan greinarflokk
núna um 2 siður. Þá taldi ég einnig
að best væri að birta þessa um-
fjöllun í heild sinni þar sem næsta
blað kemur ekki út fyrr en í ágúst,
og þá er lífið i björgunum ekki
eins mikið og það er í dag.
í síðasta blaði vbduðust myndir
af Hvítmáf og Bjartmáf. Þá var
Bjartmáfur sagður vera varpgest-
ur en á að vera vetrargestur. Undir
myndinni af Sílamálfum á að
standa „Sílamáfar á 3 aldursskeið-
um“ en ekki á 3. aldursskeiði.
Ritstjóri
26
SKINFAXI