Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.06.1989, Qupperneq 9

Skinfaxi - 01.06.1989, Qupperneq 9
„Ég er úr Reykjavík, Reykvíkingur í húð og hár, úr Hlíðunum og byrjaði að æfa frjálsar í ÍR 1974.” Það er Þórdís Gísladóttir, frjáls- fþróttamaður úr HSK og íþróttakennari við íþróttakennaraskólann áLaugarvatni sem er hér í Skinfaxaviðtali. „Reyndar kynntist ég frjálsum fyrst 1972 í Þríþraut FRÍ og Æskunnar, hér á Laugarvatni. Ég tók þátt í þessu í Hlíðaskólanum og sex þeir bestu á landinu komust í úrslit hér á Laugarvatni. Ég rétt komst í úrslitin, varð í 5. sæti í skólanum. Þarna var ég 11 ára. Ég kynntist Gumma (Guðmundur Þórarinsson, frjálsíþróttaþjálfari hjá 1R) í þessum úrslitum en hann missti síðan af mér, vissi ekkert hvert ég fór. Síðan komst ég afturl974 í þessa keppni og hitti hann á ný og þar með hófst okkar samstarf, ég fór í IR og keppti á nokkrum mótum en ég byrjaði ekki af alvöru að æfa og keppa fyrr en 1975. Þá er ég orðin 14 ára.” 15 ára samfellt keppnistímabil „Frá '7 5 hef ég ekki sleppt einni einustu landskeppni. Ég hefalltafnáð að keppa með landsliðinu á hverju sumri. Ég hef verið meidd inn á milli en alltaf „hnýtt” mig saman og náð að mæta til leiks. Það hafa því ekki komið þau tímabil sem ég hef dottið út og kornið síðan aftur. Það má kannski segja að þetta hafi verið eitt langt keppnistímabil í 15 ár. Það finnst ntér nokkuð gott úthald.” Ein helsta ástæðan fyrir þessu er kannski sú að Þórdís var ekki keyrð áfram á unga aldri. Hún þótti geysilega efnileg og það er oft gengið hart að slíku íþróttafólki. Að keppa í hástökki I5ára á Olympíuleikum er næstum einstakt og oft nóg til að gera ungling áttavilltan. „Það var haldið vel á spöðunum fyrir mig”, segir Þórdís. „Guðmundur Þórarinsson fór hæfilega hægt í þetta með mig. Ég fór ekki í neinar lyftingar eða kraftþjálfun á þéssum tíma. Nú veit ég ekki hvort þetta var skipulagt eða vegna tímaleysis. En það gerði mér mjög gott. Einnig sé ég eftir á að foreldrar mínir hafa hjálpaðmérmikið. Þau gerðu aldrei neitt óþarfa vesen með mig, voru að sjálfsögðu ánægð með árangurinn en gerðu aldrei neitt mikið úrþessu, hvorki heima né út á við. Þau fylgdust með af Þórdís á góðri stundu fyrir Island. áhuga og hjálpuðu til við að viðhalda áhuga mínum en ég fann aldrei fyrir neinni pressu að heiman. Ég var alltaf vön að stefna á að setja met í febrúar, svona til að gefa pabba það í afmælisgjöf. Svo að foreldrar mínir hafa virkað sem mjög sérstök hvatning.” 15 ára á Ólympíuleikum Ólympíuleikarnir voru hrein eldskírn fyrir Þórdísi. „Eftir þá gat ég alltaf sagt þegar einhverjar þrengingar voru hjá mér í íþróttinni, að ég hefði nú kynnst því verra”, segir Þórdís brosandi. „Ég var yngsti frjálsíþróttakeppandinn á leikunum. Það voru einhverjar yngri í fimleikunum en það hafa sjálfsagt ekki verið margir yngri á leikunum. I minningunni eru Ólympíuleikarnir í Kanada Þórdísi mjög jákvæðir. „Ég man auðvitað eftir töluvert mikilli taugaspennu, t.d. aðdragandinn, þegar ég var að bíða eftir því að fara inn á völlinn í sjálfa keppnina. Það var alveg ný reynsla að fara inn í þetta stjórnherbergi, í allar mælingarnar þar. Og biðherbergið, sitjandi við hliðina á þessum kerlingum, sem manni fannst vera. Alveg viss um að þær væru svo mikið betri en ég. Ég var auðvitað vön að fara í keppnisföt og stökkva út á völl. Að gera sitt besta En þegar ég kom inn á sjálfan keppnisvöllinn var þetta allt annað. Ég fór inn á völlinn til að gera mitt besta, það var ekkert annað að gera. En það sem var kannski erfiðast með keppnina var að daginn áður fékk ég að vita að byrjunarhæðin væri 1.70 m. Ég hafði aldrei stokkið svo hátt í byrjunarhæð og ég kveið því dálítið. íslandsmetið mitt, sett sama sumar var 1.73 m. Það var svo ekki til að bæta úr skák að í Ólympíuþorpinu, vikuna fyrir minn keppnisdag skaddaði ég liðþófa í hægra hné. Það hvarflaði hins vegar aldrei annað að mér en að keppa fyrst ég var komin á staðinn. Ég felldi byrjunarhæðina og það var auðvitað dálítið pínlegt en við því var ekkert að gera. Ég var reyndar ekki sú eina sem gerði það og það dró aðeins úr SKINFAXI 9

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.