Skinfaxi - 01.06.1989, Síða 14
yfirleitt þýtt hjá mér 3 til 5 tíma á dag í
þjálfun. Það er því dálítið skrýtin
tilfinningaðhafaallt íeinusvonamikinn
tíma heima fyrir.
Svo finnst mér líka spennandi að
hugsa til þess hvernig ég kem út sem
frjálsíþróttamaður eftir að vera orðin
móðir. Ég er mjög sátt við þetta. Ég er
búin að taka út góðan skammt af
ánægjulegum árangri og skemmtilegum
stundum á þessum 15 árum. En ég hef
líka þurft að þola vonbrigði varðandi
meiðsli þegar allt virðist vera að ganga
upp. Nú ætla ég að taka fríið vel út og
skoða síðan framhaldið, endumærð.
Þetta er mjög spennandi, svona eins og
sé að koma að mikilvægu móti í júlf
segir Þórdís brosandi.
Náttúrulegasta
styrktaræfingin
Við rœðum næst um það fyrirbæri að
frjálsíþróttakonur komi sterkari út úr
meðgöngu og barnsfœðingu, þroskaðri
og sterkari á líkama og sál.
„Maður hefur heyrt að þetta sé
náttúrunnar besta styrktaræfing”, segir
Þórdís. Reynslan sýnirlíkaaðmargaraf
sterkustu hástökkvurum heims hafa
komið mjög vel út úr því að eiga börn.
Svo getur þetta líka verið öfugt, sumar
missa alla snerpu. En þetta fer mikið
eftir sálrænu viðhorfi viðkomandi konu.
Ef þú ert mjög sátt við meðgönguna og
tekur hana sem jákvæðan hlut, á það að
hafa jákvæð áhrif.”
Þórdís hefur skemmtilega sögu að
segja í tengslum við þetta.
„Einn strákurinn sem ég æfði með úti
í Alabama kom einn morguninn
hlaupandi út á völl með miklum látum
og var farinn að segja mér eitthvað í
miklum ákafa áður en ég heyrði í honum.
„Dísa, Dísa, ég er kominn með
PRÓGRAMMIÐ fyrir þig. Ég var að
lesa það í blaði að búlgörsk stelpa sem
var að eiga bam fyrir sex mánuðum setti
heimsmet í hástökki fyrir nokkrum
dögum. Og veistu hvað. Maðurinn
hennar er tugþrautarmaður! A ég að tala
við Þráin? Viltu að ég tali við hann?
En mér skilst að spretthlauparar og
hástökkvarar komi vel út úr þessu.
Þannig að ég hef þetta bak við eyrað.
Talið berst að stöðu kvenna innan
íþróttanna og Þórdís hefur ákveðnar
skoðanir á henni.
„Ég og aðrar konur í frjálsum erum að
vissu leyti í betri aðstöðu en konur í
boltaíþróttunum. Þar er það liðið í heild,
ekki bara einstaklingurinn, sem þarf að
standa sig. Hjáfrjálsíþróttamönnum eru
þaðtölurnarsem segjatil um árangurinn.
Maður hefur þessar tölur einn og sér til
að benda á ef maður er spurður. Þetta er
flóknara í flokkaíþróttunum. En ég hef
fundið það í gegnum tíðina að ef t.d.
strákur og stelpa ná góðum árangri er
tilhneigingin oftast sú að hampa
stráknum meira. Hvort sem það er í
fjölmiðlum eða annars staðar. Fjölmiðlar
endurspegla bara afstöðuna í
þjóðfélaginu.
Kannski er þetta líka okkur konum að
kenna að því leyti að við höfum ekki
verið nógu duglegar í því að koma okkur
inn í allar þessar lykilstöður, stjórnir og
nefndir. Þar getum við að nokkru leyti
okkur sjálfum um kennt. En karlarnir
þurfaákveðna leiðsögn íþessum málum!
Hugarfarsbreyting í
kvennaíþróttum
Annað er það líka, að undanfarin ár
hafa strákarnir, þegar á heildina er litið,
æft betur. Þeir virðast hafa meiri ögun
hvað þetta varðar. Þetta á við í öllum
íþróttagreinum. En sem betur fer með
undantekningum, það má aldrei alhæfa
í þessum málum. Við eigum sem hafa
æft mjög vel í mörg ár í einstakl-
ingsgreinunum. Svo er að verða breyting
þarna á í flokkaíþróttum kvenna. Við
getum nefnt handboltann sem dæmi.
Kvennalandsliðið í handbolta er lýsandi
dæmi um þetta.
Og ég á von á því að það verði nokkurs
konar sprenging í þessu innan fárra ára.
Öflug hugarfarsbreyting. Stelpur eru
famar að endast lengur í íþróttinni en
þegar ég var að byrja.
Aðal vandamálið hefur verið tvíþætt.
Strákarnir hafa gengið fyrir með
æfingatímana, stelpurnar fengið
óhentugri tímatöflu. Og svo hafa líka
hæfari þjálfaramir haft meiri áhuga á að
þjálfa strákana. Og þama er barist við
hefðina. Strákamir hafa sýnt meiri áhuga
á íþrótttum vegna þess meðal annars að
þeim hefur verið þrýst meira í íþróttimar
en stelpunum. En þetta er að breytast
hægt og sígandi. Ég finn ákveðna
breytingu í hugsunarhætti kvenfólks
hvað þetta varðar í mínu starfi og
afskiptum af íþróttum. Þegar ég var t.d.
að byrja í landsliðinu var elsta konan í
landsliðinu tvítug og þótti komin á aldur
ífrjálsum”,segirÞórdísbrosandi. „Samt
var elsti karlmaðurinn í liðinu 30 ára og
þótti ósköp venjulegt. Núna er þetta
gjörbreytt. Ég er orðin 28 ára og er að
hugsaumaðkomaaftur. OddnýArnaer
orðin 31 árs. Það er ansi stór hluti
landsliðsins sem er búinn að vera saman
íþessuí lOár. Oddný,ég,írisGrönfeIdt,
Helga Halldórs, Ragnhildur Ólafs,
Guðrún Ingólfs, SoffiaGestso.fi. Alveg
sérstaklega samheldið og reynslumikið
lið. Þetta þekktist ekki fyrir nokkrum
árum og hefði þótt næstum fráleitt.
Erlendis er konur nálægt þrítugu þegar
þær eru að ná sínum besta árangri. Við
höfum aldrei byggt okkar stelpur upp
með það í huga. Bara að ná sem mestu
út úr þeim áður en þær hætta, kannski 25
ára.
Nú þurfunr við bara fleiri konur inn í
stjórnir, nefndir og áhrifastöður. Ég
skora bara á konur að vinna sér þarna
sess.”
Við látum þessa áskorun Þórdísar verða
síðustu orðin.
IH
14
SKINFAXI