Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.06.1989, Qupperneq 15

Skinfaxi - 01.06.1989, Qupperneq 15
„Omurlegt að sjá fallegar konur með hvern vöðva strekktan.” Haft eftir gömlum íþróttafrömuöi er keppnisíþróttir kvenna bar á góma Strekktir vöðvar. Kvenkyns íþróttamenn tilbúnir í slaginn. Þegar maður hefur verið þátttakandi í keppnisíþróttum í rúma tvo áratugi, gefur það manni tilefni til að staldra við, líta um öxl og láta hugann reika fram á veginn. Þegar litið er yfir farinn veg, vakna margar spumingar. Hvenær hófu konur að taka þátt í frjálsíþróttakeppni? Eru aðstæður þær sömu hjá konum og körlum? Hvemig hafa kvennaíþróttir þróast? Og hvemig hafa fjölmiðlar kynnt kvennaíþróttir á undanfömum árum. Þessum og fleiri spumingum verður reynt að gera örlítil skil í þessum stutta pistli og mun ég einkum halda mér við frjálsíþróttir. Hvenær hófst þáttaka kvenna í frjálsíþróttakeppni? Fyrr á þessari öld, þótti það ekki við hæfi að konur tækju þátt í íþróttakeppni, enda þótt áreynsla og átök sem því fylgdi ekki kvenleg og aðeins hæfa karlmönnum. A héraðsþingum Skarphéðins voru þessi mál mikið rædd í kringum 1940. Mér er sagt að hetjan okkar Sigurður Greipsson, þáverandi formaður HSK, hafi eitt sinn látið svo um mælt, er keppnisíþróttir kvenna báru á góma: “Mér finnst það ömurleg tilhugsun aðsjáfallegarkonurmeðhvem vöðva strekktan.” Innan Skarphéðins voru það fulltrúar ungmennafélagsins Vöku sem hvöttu til keppni í fleiri íþróttagreinum árið 1959 og að stúlkur tækju þátt í vissum keppnisgreinum. Þrátt fyrir þessi tilmæli, liðu sjö ár, þar til konur tóku fyrst þátt í íþróttakeppni á héraðsmótum Skarphéðins. Það varárið 1946, en þá var keppt í 80 metra hlaupi kvenna. Síðar bættust við hástökk og 4x80 metra boðhlaup. Þannig þróaðist þetta á Suðurlandi og hefur líklega verið með svipuðum hætti allsstaðar á landinu. Hefðirnar voru sterkar og hlutverk kynjanna í föstum skorðum, þeim átti helst ekki að breyta. Manni verður stundum á að hugsa, hver var það sem ákvað hlutverkaskipti kynjanna? Konur eru ekki jafn sterkar Smátt og smátt hefur þáttur kvenna í íþróttum aukist og keppnisgreinum fjölgað. Staðreyndin erhins vegarsú að konur em veikbyggðari en karlmenn og þess vegna byggist árangur þeirra á öðrum grunni. Það sem einnig hefur truflað og tafið margar konur á keppnislínunni er sá eðlilegi þroski sem hver kona gengur í gegnum á unglingsárum og hefur truflandi áhrif á líkamsstarfsemina einu sinni í mánuði. Líkamsbyggingin gerir okkur ekki eins sterkar og strákana og þar af leiðandi verða afrekin önnur. Mér er enn í fersku minni atvik frá unglingsárum þegar ég mætti á fyrsta íþróttmótið eitt vorið. „Nei, mikið ertu orðin feit,” var sagt eða „Þú hefur þyngst mikið síðan í fyrra”. Líklega hef ég verið nógu hörð af mér ti 1 að taka þessari umvöndun en ég man að mér þótti hún grábölvuð. Svo varð árangurinn í takt við kílóin, allt stóð fast og e.t.v. velti ég því fyrir mér eins og margar stelpur gera á þessum árum. A ég að halda áfram, eða á ég að hætta að stríða við þetta. Alltaf nýjar á pallinum Ungmennafélag íslands heldur Landsmót sín þriðja hvert ár eins og llestir landsmenn vita. Stundum hef ég velt því fyrir mér hvort Landsmót ættu að vera á hverju ári. Astæðan fyrir þessum hugrenningum er sú, að ég hef upplifað það á síðustu þremur Landsmótum að standa ásarnt fimm öðrum konum á verðlaunapalli og í öll skiptin hafa það verið nýjar konur. Það er í sjálfu sér gott að fá nýtt fólk í fremstu SKINFAXI 15

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.