Skinfaxi - 01.06.1989, Page 18
Skoðum hlutina í samhengi
Hjördís Árnadóttir, íþróttafréttamaður, ræðir um konur og íþróttir eins og þær líta
út frá sjónarhóli íþróttafréttamannsins
Hjördís Árnadóttir var fyrsta konan til
að taka að sér íþróttaskrif á fjölmiðlum.
Hún sáítvöárum íþróttaskrif áTímanum
og starfaði einnig á íþróttadeild
hljóðvarps hjá RÚV. I vetur fór Hjördís
til náms í fjölmiðlafræði í
Bandaríkjunum og starfar í sumar í
afleysingum á fþróttadeild RÚV.
Hjördís hefur því margháttaða reynslu
á þessu sviði. Hér ræðir hún um konur
og keppnisíþróttir og útskýrir hlutina
eins og þeir líta út frá hennar sjónarhóli
sem íþróttafréttamanns.
Ekki bara fjölmiðlar
„Mér finnst það dálítil þröngsýni að
ráðast alltaf áfjölmiðlana", segir Hjördís.
„Auðvitað er það rétt að við getum gert
betur í því að kynna konur í íþróttum.
En þaðerbaraekki öll sagan. Kvenfólkið
þarf að sýna árangur til jafns við karl-
menn. Mér dettur í hug Smáþjóða-
leikamir fyrir nokkru síðan áKýpur. Þar
voru það konurnar sem stóðu upp úr og
þær fengu að njóta þess í umfjöllun
fjölmiðla. T.d. Ragnheiður Runólfs-
dóttir í sundinu, íþróttamaður leikanna,
og Oddný Árnadóttir sem vann 400 m
hlaupið. Svo verðum við að athuga að
það er fyrst og fremst í boltagreinunum
sem þær fá ekki umfjöllun til jafns við
karlmennina, m.a. vegnaþess aðkarlamir
eru betri. í sundi, t.d., standa þær sig
jafn vel og fá umfjöllun í samræmi við
það.
Ef við tökum boltagreinarnar og af
hverju karlmennirnir fá meiri umfjöllun
verður þetta ansi stórt dæmi. Það byrjar
heima í stofu á unga aldri. Þá fá strákarnir
oftboltaenstelpurnardúkku. Strákarnir
eru miklu fyrr komnir með tilfinningu
fyrir boltanum vegna þess að þeir eru að
handleika hann svo snemma en
stelpurnar ekki. Þama Iiggur auðvitað
stærsti vandinn. Á vissum sviðum
íþróttanna eru þær á eftir.
Hjördís við vinnu sína á RÚV.
Lítið fjármagn
fyrir konur
Fy rir þessu eru auðvitað ýmsar ástæður.
Algengt er t.d. að forráðamenn félaga
setji mest allan peninginn í meistaraflokk
karla í boltaíþróttunum, síðan í yngri
strákana og þá er oft lítið eftir fyrir
kvennaboltann. Þjálfaramálin eru nú að
breytast en oftast var það þannig að þær
fengu lélegasta eða reynsluminnsta
þjálfarann. Þessir hlutir skapa einna
mesta vandamálið fyrir íþróttir kvenna í
boltaíþróttum.
Þetta er margra ára verkefni sem felst
fyrst og fremst í að huga vel að þjálfun
yngri stúlkna,byggjauppgrunninn. Við
getum tekið dæmi í tengslum við þetta
með þær stúlkur sem hafa verið í
kvennalandsliðinu í knattspyrnu. Þetta
eru flest stúlkur sem léku sér með
strákunum í fótbolta þegar þær voru
yngri. og hafa því boltatæknina fram
yfir hinar sem byrjuðu síðar.
Svo verður lfka að skoða þá aðstöðu
sem við íþróttafréttamenn búum við á
fjölmiðlunum. Á minni blöðunum er
aðeins einn maður sem sér um allar
íþróttir og á öllum fjölmiðlum er okkur
þröngt skorinn stakkur. Við þurfum t.d.
að sinna öllum íþróttum en getum ekki
sérhæft okkur eins og tíðkast erlendis.
Það er ekki til neitt svart og hvítt hvað
það snertir. Aðgangurinn að fréttum
sem tengjast ýmsum greinum er til að
mynda mjög misjafn. Þar getum við
tekið dæmi af meistaraflokki kvenna og
karla í knattspyrnu. Þegar 1. deildin hjá
körlum hefst stendur félag 1.
deildarleikmannafyrirblaðamannafundi
þar sem keppnin er kynnt. Islandsmótið
í meistaraflokki kvenna hefst hins vegar
á einhverjum vellinum og við vitum oft
varla af því. Framboðið er orðið svo
mikið að þeir sem ætla að komast að í
fréttum verða að láta bera á sér. Það eru
aldrei haldnir neinir blaðamannafundir
hjá konunum. Það eina sem kynnt er
almennilega hjá konum í íþróttum í dag
er kvennalandsliðið í handbolta. Þær
hringja alltaf til okkar eða koma sjálfar
þegar þær þurfa að ky nna okkur eitthvað.
Bjóða okkur jafnvel á æfingar og svo
framvegis.
Varðandi kvennafótboltann verður að
segjast eins og er að það er ekki mjög
spennandi að hugsa til þess að fara að
horfa á kvennaleiki. Margoft hefur það
komið fyrir að leik er frestað vegna þess
að dómari mætir ekki á réttum tíma og
annað þess háttar. Svona nokkuð er
auðvitað ekki sök þeirra kvenna sem
vinna í þessum málurn en það er
greinilegt að það vantar betra skipulag
og meiri ákveðni í þessunt málum. Og
betri kynningu", segir Hjördís að Iokum.
IH
18
SKINFAXI