Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.06.1989, Page 25

Skinfaxi - 01.06.1989, Page 25
Teikningin af íþróllasvceði knattspyrnudeildar UMFG sem minnst er á í greininni. vildi ég hafa það mun stærra. Ég vildi byg&ja 400 fermetra hús á tveimur hæðum sem yrði fyrir allar deildir félagsins. Það er alveg nauðsynlegt að geraeitthvað til að nádeildunum betur saman um Ungmennafélag Grindavíkur. Ég hef áhyggjur af skorti á þeim sterka félagsanda, þeim hugsunarhætti sem einkennirgóð ungmennafélög ídag. Að menn séu tilbúnirað vinnafyrirsittfélag í þágu unga fólksins í byggðinni. Og vera stoltir af því að gera vel í þeim málum." Nýtt 600 fm hús Jónas hugsar hátt þegar hann talar um framtíð UMFG. „Nú er það hugmynd mín að hér verði byggt um 600 fm hús á tveimur hæðum sem væri sameiginleg eign allra deilda UMFG, höfuðstöðvar ungmenna-félagsins. Félagar í öllum deildum myndu sameinast í að byggja þetta hús hér vestan við félagsheimili knatt-spyrnudeildarinnar, rétt við íþróttahúsið. í þessu húsi verði á neðri hæðinni kaffitería sem væri hægt að nota vetur og sumar í tengslum við íþróttaviðburði í bænum. A neðri hæðinni væri einnig þreksalur, sauna, heitir pottar, salur fyrir þolleikfimi eða aerobik. A efri hæðinni yrðu skrifstofur fyrir allar deildir félagsins, stór salur með dansgólfi, borðtennis- og billjarð- borðum, aðstaða fyrir umsjónarmann með öl lu íþróttasvæðinu. I þetta fengjum við sterka valda menn úr öllum deildum og velunnara félagsins í bænum í byggingamefnd og síðan sameinuðust allir um að byggja þetta á tveimur til þremur árum í það mesta. Ekki vera að eyða f þettatíu árum heldurganga íþetta í sameiningu af krafti. Ég geri ráð fyrir að heildarkostnaður við svona lagað yrði um 12 til 15 milljónir. Þá er ég ekki farinn að reikna með í þetta sjálfboðavinnu sem af hendi yrði leyst. Menn hafa sumir undrast þessa hugmynd mína. En eins og ég sagði áðan, það var hlegið þegar við í knattspyrnudeildinni nefndum hugmyndina um grasvöll og félags- heimili deildarinnar. Við stóðum hins vegar við orð okkar og framkvæmdum þennan draum okkar. Ef við Grind- víkingar vinnum sameinaðir að þessu þessu verkefni og af ósérhlífni getur þessi draumur einnig orðið að veruleika innan fárra ára." Æskulýösmiöstöö bæjarins Jónas segir þetta geta verið æsku- lýðsmiðstöð bæjarfélagsins í fram- tíðinni. „Eins og ég sagði áðan hef ég áhyggjuraf viðhorfi mannatil hugsjóna. Hvort sem það er hugsjón manna um gott ungmennafélag eða gott og heilbrigt samfélag í Grindavíkurbæ. Mér finnst það t.d. dapurlegt þegar verið er að safna fyrir einhveri keppnisferð og krakkar eru fengnir til að koma t.d. dreifibréfi í hús í bænum, þá er stundum rétt fram hendin, nuddað saman fingrum og spurt; „Hvað fáum við fyrir það?” Það er skylda okkar sem vinnum í þessum félagsskap að vinna gegn þessum hugsunarhætti. Þegar við ræðum jafn umfangsmikla hugmynd og ég var að tala um hér þarf að skoða hlutina í víðu samhengi. Grindavík er einn mesti útgerðarbær landsins og hér kemur fram stór hluti af þjóðarkökunni. Héðan koma t.d. 70 % af lýsisframleiðslu landsins. Enda er Lýsi h.f. einn stærsti styrktaraðilinn hér. Það eru um 250 fyrirtæki í Reykjavík sem eru til vegna samfélaga eins og Grindavíkur. Þessir aðilar eru mjög jákvæðir gagnvart okkur. Við komum því til með að leita víða fanga við fjármögnun svona framkvæmdar. Það eru líka fá félög í landinu sem eru meðjafnmiklaveltu og við. Við stefnum í 2. deild fy rir næsta sumar og við verðum því að skoða þessa hluti frá mörgum sjónarhornum. Þannig er nú minn draumur þessa dagana og hann er ekki jafn óframkvæmanlegurog margirhalda. Ef menn ætla að gera góða hluti hér í Grindavík verður að hugsa hátt. IH SKINFAXI 25

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.