Skinfaxi - 01.06.1989, Blaðsíða 30
Okkur vantar sal!
Júdómenn í Ungmennafélagi
Keflavíkur hafa jafnan verið með þeim
bestu á landinu í gegnum árin og enn
koma þar fram efnilegir strákar. Hér er
einn þeirra, Gylfi Gylfason, í spjalli
ásamt einum af burðarásum
júdódeildar UMFK í gegnum árin,
Sigurbirni Sigurðssyni.
Sigurbjörn Sigurðsson og Gylfi Gylfason.
Gylfi Gylfason er tíu ára hnokki í
Keflavík, hress og drífandi eins og strákar
á hans aldri í þessum mikla knattspymu-
og körfuknattleiksbæ. Gylfi sker sig þó
úr frá öðrum strákum í Kelavík að einu
leyti. Hann hætti í fótboltanum, stundar
nú júdó, og hefur stundað þá íþrótt í
nokkurár. Gylfi er með gula beltið. A
liðnu vori var Gylfi kjörinn júdómaður
ársins hjá Ungmennafélagi Keflavíkur
en Keflvíkingar hafa löngum verið með
nokkrabestu glímumenn landsins í sínum
röðum. HvaðhefurGylfi stundaðjúdóið
lengi og hvernig líkar honum við það?
Hætti í boltanum
fyrir júdóið
„Ég erbúinn að vera í júdóinu í þrjú ár.
Ég var í fótbolta frá því ég var sex ára.
S vo kynntist ég júdóinu og hætti fljótlega
í fótboltanum. Júdóið er miklu
skemmtilegra og meira spennandi og ég
ætla að halda mig við það í framtíðinni.
Ég byrjaði reyndar fyrst að æfa júdó og
fórsvoaðæfafótboltameð. Ég einbeiti
mér nú hins vegar að júdóinu og finnst
það miklu skemmtilegra en fótboltinn.”
Gylfi keppir í flokki 10 til 12 ára sem
síðan skiptist í ýmsa þyngdarflokka, hann
hefur keppt á þó nokkrum mótum til
þessa. Hann varð m.a. í þriðja sæti á
Afmælismóti Júdósambandsins sem
haldið var í Reykjavík.
Sigurbjörn Sigurðsson, einn af
máttarstólpum UMFK liðsins í júdó
undanfarin ár, er einnig með Gylfa í
Skinfaxaviðtalinu. Hann segir Gylfa
vera mikinn keppnismann, fastan fyrir
og fylginn sér.
Horfa of mikið
á beltið
„Þetta fer geysilega mikið eftir
dagsforminu og það má lítið bera út af í
júdó til að menn tapi viðureign. Það vill
oft gerast að ungir menn beri of mikla
virðingu fyrir andstæðingnum, horfa of
mikið á beltið sem viðkomandi er með.
Svo er hins vegar ekki hjá Gylfa. Hann
er mjög efnilegur og nú er hann kominn
á þann aldur að hann fer að sýna miklar
framfarir. Erlendis er það yfirlett ekki
fyrr en um tíu ára aldur að krakkar eru
teknirinn íjúdó. Viðgerumþaðfyrrhér
á landi og þá er fyrst og fremst verið að
kenna undirstöðuatriðin, kenna þeim að
detta, læra að aga sig sem er mjög
mikilvægt í júdó.”
Gylfi segiraðþað séuekki mjögmargir
í hans flokki sem mæti að staðaldri á
æfingar. „Þettaermjögmisjafnt. Þegar
Pólverjinn kom að æfa okkur í haust
mættu yfir 20 krakkar á æfingu en það
hefur fækkað í þeim hópi.”
30
SKINFAXI