Skinfaxi - 01.06.1989, Side 34
Æft á timbri
Það þarf oft lítið
annað en smá
skammt af
hugkvæmni og annan
af framkvæmdasemi
til að bæta
íþróttaaðstöðu til
muna eins og sést af
framtaki nokkurra
Skagfirðinga til að
bæta æfingaaðstöðu
til frjálsíþróttaiðkana.
Trébrautin íSkagafirðinum. Þeir Skagfirðingar hafa m.a. notað hana fyrir œfingar
í stuttu hlaupunum og í grindahlaupi. Friðrik Steinsson, UMSS, stendur hér við
brautina.
Friðrik Steinsson cefir langstökk á trébrautinni.
í Skagafirðinum, rétt utan við
Sauðárkrók, er að finna nokkuð
óvenjulega aðhlaupsbraut fyrir
langstökk, stangarstökk, þrístökk,
fyrirkúluvarpáósköpvenjulegum
velli.
Eins og sést á myndunum hér er
um trébraut að ræða sem þeir
bræður Gísli og Gunnar
Sigurðssynir í UMSS hönnuðu.
Höfum það úr timbri
Þannig er mál með vexti að á
vormánuðum 1987 var verið að
koma upp velli rétt utan við
Sauðárkrók. Áður en
aðhlaupsbrautir og kasthringir
voru gerðir datt Gísla í hug hvort
ekki væri mögulegt að gera þetta
úr tré.
Fyrirmyndin
frá Ðandaríkjunum
„Ég hafði séð þetta úti í
Bandaríkjunum þar sem hlaupið
er víða á tré innanhúss og það
gekk ágætlega upp”, sagði Gísli í
samtali við Skinfaxa. „Ég færði
þetta í tal við bróður minn,
Gunnar, sem er mikill fram-
kvæmdamaður”, heldur Gísli
áfram. Við settumst niður og
gerðum riss að þessari braut. Ég
var búsettur fyrir sunnan þegar
þetta var en þegar ég kom aftur
norður stuttu seinna var Gunnar
búinn að skutla þessu upp.”
34
SKINFAXI