Skinfaxi - 01.06.1989, Blaðsíða 36
Bylting í íþróttaaðstöðu hjá UDN
Laugardagurinn 30. apríl mun lengi
verða í minnum hafður hér í Dölum
því þá var íþróttahúsið að Laugum
vígt, þ.e.a.s. formlega tekið í notkun.
Þó eru allt að því tvö ár frá því farið
var að nota húsið.
Það var um leið og húsið var orðið
fokhelt að farið var að iðka hinar ýmsu
boltagreinar. Þá var bara steypt gólf og
búningsaðstaða var engin. En þama var
laug og hún var óspart notuð.
Haustið 1988 var hafist handa við að
klæða salinn að innan og ganga frá
búnings- og sturtuaðstöðu. Þvf verki
lauk um síðustu áramót. Fljótlega upp
úr því var dúkur lagður á gólfið og var
því lokið seinni hluta janúar. Smiðir
voru varla komnir út með sín tól úr
salnum þegar íþróttaiðkendur voru
mættir í salinn til æfinga. Voru notuð
þau áhöld sem fyrir voru og var fólk
mjög nægjusamt þar sem þetta var svo
mikið stökk fram á við. Enn vantarmörg
áhöld svo full nýting geti orðið á húsinu.
Þó er búið að koma fyrir
handboltamörkum, blaknet var gefið í
salinn og körfur eru nú í smíðum. Þær
ættu að verða komnar í húsið í haust. Þó
svo ýmis áhöld vanti enn er þetta hús
bylting fyrir aðstöðuna í Dölunum.
Vígsluathöfnin sjálf var með
hefðbundnu sniði. Avörp voru flutt og
yngstu nemendur í Búðardalsskóla sýndu
síðan tvo leikþætti og nemendur yngri
bekkja Laugaskóla sungu. Sömu helgi
og húsið var vígt stóð yfir
málverkasýning í hinu nýja íþróttahúsi
sem var í tengslum við Jörfagleði sem
haldin er um þetta leyti. Það var þvíekki
hægt að bregða sér í salinn til
íþróttaiðkana að vígslu lokinni. En þetta
sýnir kannski hversu nauðsynleg
húsbyggingin er fyrir héraðið.
Kristinn Guðlaugsson, framkvæmda-
stjóri UDN.
VATNSTREYJA (WET VEST)
Hfcsm
STOÐ hf. veitir persónulega sórfræðiþjónustu á sviði
sjúkraskósmíði, stoð- og hjálpartækja.
Tímapantanir eru í símum 91-52885 & 91-651422 og að
Trönuhrauni 6 Hafnarfirði, þar sem alltaf eru næg bílastæði.
Vatnstreyja er flotvesti
sem heldur viðkomandi
mjög stöðugum í vatni og
uphefur þyngdarlögmálið
fullkomlega.
Vatnstreyjur eru ætlaðar
til þjálfunar hjá fötluðum,
hjartveikum, bak- og
gigtveikum en ekki hvað
síst til endurhæfingar og
endurþjálfunar
íþróttafólks.
Þjálfun í vatni er
áhrifameiri, vegna þess
að mótstaðan gegn
hreyfingu í vatni er 14
sinnum meiri, en
jafnframt er mjög lítil
hætta á meiðslum.
GOTT A GRILLIÐ EÐA 1ÖRBYLGJUOFNINN - LOFTSKIPTAR UMBUÐIR - KÆLIVARA GEYMIST VIÐ
36
SKINFAXI