Skinfaxi - 01.02.1993, Side 7
meistaramótinu voru á annað hundrað
keppendur og 131 á grunnskólameist-
aramótinu.“
- Geta allir æft glímu?
„Allir geta æft glímu en þeir
hæfileikar sem koma sér best er að vera
lipur og hafa gott jafnvægi. Það skiptir
líka miklu máli að vera fljótur að hugsa
og geta nýtt sér öll færi sem maður fær.
Þú færð kannski bara eitt tækifæri í
glímunni til þess að leggja andstæð-
inginn, sem er jafnvel sterkari en þú, og
þá er mikils um vert að nýta sér það.
Þetta er mjög tæknileg íþrótt, líklega
ein sú tæknilegasta sem stundaðar eru.
Brögðin eru mörg, - þar af 8 höfuð-
brögð sem unnt er að útfæra á 48
mismunandi vegu, auk þess sem hægt
er að flétta þau saman á margs konar
hátt. “
- A hvað leggur þú mesta áherslu í
þjálfuninni?
„Tæknin er mjög mikilvæg og ég
brýni það fyrir mínu fólki að glíma vel
og fallega og halda góðu jafnvægi. Ég
legg áherslu á að þeir fari ekki á eftir
andstæðingnum ofan í gólfið, þegar
hann hefur verið felldur, - þeir skili
honum vel frá sér en níði hann ekki
niður. Mikilvægt er að glíman sé sem
fallegust. I gamla daga var keppt í
hæfniglímu og fegurðarglímu þar sem
stíllinn skipti miklu máli. Þegar glímt
er fallega verður jafnframt
skemmtilegra að horfa á viðureignina."
Gott gengi
- Ykkur gekk vel á þorramótinu um
daginn.
„Við unnum 3 af 4 flokkum sem
keppt var í, í flokki pilta 15 ára og
yngri og í -80 og +80 kílóa flokki.
Þetta var mjög góður árangur. Við
vorum reyndar með mann í baráttusæti
í fjórða flokknum líka, 16-19 ára, þann
sem varð númer tvö.“
Sjö bikarmeistarar í glímu 1993, f.v. Lárus, Ólafur, Irena, Jóhannes, Stefán, Sabína og
Ingveldur.
Bikarglíma íslands:
Keppt í fyrsta sinn í flokki
kvenna 16 ára og eldri
Kjartan leiðbeinir ungum glímumönnum, sem eru að stíga fyrstu skrefin á íþróttabrautinni.
Myndir: Jón M. ívarsson.
7
21. Bikarglíma íslands fór fram 13.
febrúar sl. að Laugarvatni. Glínid var
jafnaðarglíma í útsláttarformi í fjórurn
flokkum karla og þrem flokkum
kvenna. Var það í fyrsta sinn sem keppt
var í flokki kvenna 16 ára og eldri.
Sigurvegarar í hverjum flokki hlutu
farandbikara og aðra minni til eignar
sem Flugleiðir hf. gáfu til mótsins.
Keppendur voru 47 talsins frá fimrn
félögunt og samböndum.
Bikarmeistarar 1993 urðu eftirtaldir
Konur: Ingveldur Geirsdóttir, HSK
Meyjar: Sabína Halldórsdóttir, HSK
Telpur: Irena Kristjánsdóttir, KR
Karlar: Jóhannes Sveinbjörnsson, HSK
Unglingar: Ólafur Sigurðsson, HSK
Sveinar: Lárus Kjartansson, HSK
Piltar: Stefán Geirsson, HSK
Þorramótið
Sveinar, 15 ára og yngri:
1. Lárus Kjartansson, HSK 9,80
2. Kjartan Kárason, HSK 4,40
3. Sigurjón Pálmarsson, HSK 4,20
Unglingar, 16-19 ára
1. Tryggvi Héðinsson, HSÞ 9,75
2. Ólafur Sigurðsson, HSK 7,50
3. Brynjólfur Þorkelsson, A 4,50