Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.1993, Side 8

Skinfaxi - 01.02.1993, Side 8
Fyrsti hópurínn sem gisti í þjónustumiðstöðinni í Fellsmúla 26 varfrá Grenivtk. Hér grípa nokkrir krakkanna í spil. Líf og fjör í þjónustumiðstöð UMFÍ: Fullbókað í gistinguna - allar helgar fram að páskum Að undanförnu hefur verið unnið mikið starf við að koma gistirýminu í þjónustumiðstöð UMFI í Fellsmúlanum í gott lag. Fjölmargir hafa lagt hönd á plóginn við að innrétta, mála og annað sem þurft hefur að gera. Nú hafa verið tekin í notkun fjögur herbergi, auk eldhúss, með öllum búnaði. Enn er eftir að innrétta eitt herbergi til viðbótar, svo og álmuna sem hýsir sturtumar. Gistirýminu er tengdur salur sem nýtist vel fyrir kvöldvökur, töflufundi, eða sem setu- og sjónvarps- stofa. Nú geta allt að 60 manns gist í þjónustumiðstöðinni í senn. Standa vonir til þess að bráðlega verði hægt að láta smíða fleiri kojur og kaupa dýnur til þess að auka gistirýmið. Ekki mun af veita, því frá áramótum og fram að páskum hefur verið og verður fullbókað hverja einustu helgi. Hefur orðið að vísa frá fólki af því að það hefur einfaldlega ekki verið pláss fyrir íleiri. Þá er vaxandi nýting á virkum dögum. Hið nýja húsnæði býður upp á slíka möguleika í auknum mæli. Þeir sem hafa hug á að nýta sér þessa þjónustu geta pantað í sírna UMFÍ 91- 682929. Umf. Njarðvíkur: Gunnar fékk starfsmerki Ungmennafélag Njarðvíkur hélt aðal- fund sinn 30. janúar sl. Pálmi Gíslason formaður UMFÍ veitti Gunnari Þórar- inssyni starfsmerki UMFI fyrir vel unnin störf í þágu ungmennafélagsins, svo og íþrótta á Suðurnesjasvæðinu. Þá var íþróttamaður Njarðvíkur útnefndur. Nafn- bótina hlaut að þessu sinni Teitur Örlygs- son körfuboltamaður. í öðru sæti varð Geir Sverrisson sundmaður og Óskar Öm Hauksson í því þriðja. Sá síðastnefndi er aðeins 8 ára og var tilnefndur fyrir knattspymu. Júlíus Valgeirsson hlaut viðurkenn- ingu fyrir uppbyggingu og eflingu yngri flokka. Hann hefur þjálfað yngri flokkana í körfuknattleik um árbil og náð mjög góðum árangri. Viðurkenningin var gefín af fjölskyldu Ólafs heitins Thordersen, sem var einn af heiðursfélögum UMFÍ. Ólafur lést á síðasta ári. Viðurkenningin verður veitt árlega. Á aðalfundinum skilaði undirbún- ingsnefnd að byggingu íþróttamannvirkis fyrir UMFN skýrslu og teikningum. Teikningarnar voru til sýnis á fundinum og vöktu mikla athygli. I nefndinni eiga sæti: Gunnar Þorvarðarson, Gunnar Þórarinsson og Jónas Jóhannesson, allt kunnir íþróttagarpar í Njarðvíkum. Talsvert var rætt um sölu á eignum ungmennafélagsins, þ.e. hluta í lóð við Stapann. Voru menn ekki á einu máli um hvort selja skyldi eða ekki. Niðurstaðan varð sú, að ákvörðun var tekin um að selja ekki. Þá var kynnt á fundinum getrauna- þjónusta UMFN fyrir bæjarbúa. Hefur félagið fest kaup á búnaði, sem notaður verður í því skyni. Stjórn félagsins var endurkjörin. For- maður er Haukur Jóhannesson, gjaldkeri Steinunn Sighvatsdóttir og ritari Logi Úlfarsson. 69. ársþing UMSK: Hvetur stjórnvöld til að stórauka framlög til íþróttamála Á 69. ársþingi UMSK, sem hald- ið var 7. febrúar sl. í Stjörnu- heimilinu í Garðabæ, voru skattamálin sá málaflokkur, sem hæst bar. Allmargar tillögur voru samþykktar, þar á meðal eftirfarandi: 69. ársþing UMSK beinir því til stjórnar UMFÍ að beita sér fyrir því að á Landsmóti UMFÍ 1994 verði keppt í 2. aldursflokki í stað meistaraflokks, í knattspyrnu karla. Þá hvetur þingið stjórnvöld til að stórauka framlög til íþróttamála og viðurkenna með því að forvarnarstarf íþróttafélaga hafi aldrei verið brýnna en nú um þessar mundir. Loks hvetur ársþing UMSK ÍSÍ til að halda sérstakan fund um skattaskil félaganna með formönnum héraðssam- bandanna. Þessi fundur verði haldinn í tengslum við sambandsstjórnarfund nú í vor. Á þinginu var kjörinn nýr for- maður, Svanur M. Gestsson, UMFA. Hann tekur við af varaformanni UMSK, Hraunari Daníelssyni, sem hafði gegnt formennsku frá því að Hafsteinn Pálsson tók sæti í fram- kvæmdastjórn ISI. 8

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.