Skinfaxi - 01.02.1993, Síða 12
Þrír ungir herramenn hrœra stöppurnar og greinilega eru þœr nógu heitar!
Þorrablót og hestamannakaffi
í Hraungerðishreppi í Flóa er hið
árlega þorrablót sveitarinnar í umsjá
Ungmennafélagsins Baldurs, sem starf-
ar þar í sveit. Það er stjórn og
skemmtinefnd félagsins hverju sinni
sem skipuleggur og sér um framkvæmd
blótsins að öllu leyti. í ár var engin
undantekning gerð frá reglunni,
Baldursmenn undirbjuggu blótið af
kostgæfni, bjuggu samkomusalinn sem
best þeir kunnu og buðu upp á ýmis
konar góðgæti. Ekki var andinn látinn
svelta, því leikhópur hreppsins flutti
klukkustundar langan annál um
ýmislegt það sem gerst hafði á árinu
1992. Var sá flutningur á léttari nót-
unum, byggður á söng og leik. Síðan
var stiginn dans fram eftir nóttu í hinu
nýja félagsheimili í Þingborg, sem tekið
var í notkun á síðasta ári. Hefur það
bætt félags- og íþróttaaðstöðu hrepps-
búa verulega, enda tók allt félagsstarf
mikinn fjörkipp með tilkomu þess.
Næst á döfinni hjá Umf. Baldri er
svokallað hestamannakaffi, sem einnig
er haldið í Þingborg. Þar er boðið upp á
kaffi og með því á hóflegu verði. Koma
hestamenn ríðandi víða að til þess að
hittast yfir rjúkandi kaffisopanum.
VÍSNAÞÁTTUR
Fleiri mættu að ósekju senda botna
í vísnaþátt Skinfaxa, en greinilegt er á
bréfum, sem berast, að fólk vill ekki að
þátturinn falli niður.
Lesandi sem kýs að kalla sig VÞS
sendir botn við fyrripart, sem birtist í 3.
tbl. síðasta árs, með þessum orðum:
„Þar sem ég fell undir þann flokk
sem pennaletin er að drepa, eru mín
viðbrögð seint á ferð, auk þess sem ég
er frekar þekktur fyrir annað en
skáldskap.“
Hann hvetur fólk til bjartsýni á
eftirfarandi hátt:
Vetur nálgast nöpur tíð
nú mun taka völdin.
Söngur, list og ljósin fríð
lífga upp á kvöldin.
Vignir Örn Pálsson sendir eftir-
farandi botn og segir m.a. í bréfi sínu:
„Það er allt gott að frétta af
Ströndum, atvinnuástand gott miðað
við víða annars staðar. Fiskirí mjög
gott hjá línubátum á Hólmavík og bara
gott hljóð í fólki.“
Horfðu fram á hlýlegt ár
þá hjartans óskin rætist.
Ég gleymi öllu urn gömul sár,
á gleðistundu kætist.
Ásgrímur Gíslason lætur sitt ekki
eftir liggja. Hann kýs að hafa vísurnar
svona:
Horfðu fram á hlýlegt ár
þá hjartans óskin rætist,
að styttist þetta stjómarfár,
þá stend ég upp og kætist.
Megi gróa sérhvert sár,
sorg og tregi bætist.
Ég hvet enn fleiri til að senda botna
og set fram fyrripart sem vonandi á
við, þegar vorblað Skinfaxa kemur út í
maí/júní.
Sumar rennur senn í hlað
og sunna vermir grundu.
Með bjartsýniskveðjum
til allra vísnavina.
Ingimundur.
12