Skinfaxi - 01.02.1993, Síða 13
FLOSI JÓNSSON UMSE:
STEFNI
Það vakti óskipta athygli á dög-
unum þegar gullsmiðurinn frá
Akureyri, Flosi Jónsson, sló 15
ára gamalt íslandsmet Gústafs
Agnarssonar í langstökki án
atrennu. Gamla metið var 3.44
metrar en Flosi stökk 3.45 og
þrjú stökk hans voru yfir 3.40.
Það vakti jafnframt athygli að Flosi
var talsvert eldri en aðrir keppendur.
Þegar betur er að gáð kemur í ljós að
hann á aðeins eitt ár í fertugt og hefur
æft lyftingar um árabil.
Aðspurður kveðst hann ekki hafa æft
langstökk mikið um dagana og í raun sé
þar um aukagetu hjá sér að ræða.
„Þannig er mál með vexti að ég
byrjaði að stunda ólympískar lyftingar
1969, þá 15 ára gamall, og æfði þá grein
í 2 ár. Ég átti síðan ekkert við þetta í
allmörg ár en byrjaði aftur þegar ég
flutti hingað norður 1979 og hef æft
kraftlyftingar nánast samfleytt síðan.
Það var svo fyrir sjö árum að ég keppti í
langstökki án atrennu á jólamóti hérna.
Mér gekk mjög vel, fékk byr undir báða
vængi og var sendur á íslandsmótið sem
haldið var í Keflavrk skömmu síðar og
sigraði. Þetta var óslitin sigurganga hjá
mér fyrstu árin. Eitt árið varð ég fyrir
því óláni að heltast fyrir mót og datt ég
niður í silfur. í fyrra varð niðurlæging
mín enn meiri þegar ég hrapaði niður í
brons. Þá hugsaði ég með sjálfum mér
að nú yrði ég að taka á honum stóra
mínum - og stóð við þá ákvörðun mína
þó svo að ég hafi ekki einbeitt mér að
langstökkinu allan tímann.
Ég hef yfirleitt ekki mikinn tíma til
þess að æfa vegna atvinnu minnar auk
þess sem ég vil ekki láta íþróttirnar taka
of mikinn tíma frá fjölskyldunni. Þess
vegna tók ég þann pól í hæðina að
sleppa öllum hoppum um sinn og
stunda lyftingarnar þess í stað. Ég hef
tekið mjög stuttar æfingar og lyft mjög
létt til þess fyrst og fremst að létta mig
og komast í betra form.“
Lyftir reglulega
- Hvernigfara menn að því að halda
sér í svo góðuformi, 39 ára gamlir?
Á 3.50 METRANA
Flosi Jónsson í léttri sveiflu í Baldurshaga.
„Ég sit við vinnu mína lengstan
hluta dagsins og verð því að hreyfa mig
á öðrum vettvangi. Ég lyfti reglulega
þrisvar til fjórum sinnum í viku. Ég
syndi líka töluvert. Ég lít á lyftingarnar í
raun eins og hvert annað trimm, því að
það er hægt að æfa þær á svo mis-
munandi vegu. Það er unnt að æfa þær
nokkuð hratt, eins og ég geri, og einnig
að dúlla sér í gegn um prógrammið
hægt og rólega. Ef þú ferð hratt í gegn-
um það færðu smá úthald líka. Þú færð
mjög góða æfingu með því að lyfta
lóðum. Þetta getur verið býsna fjölbreytt
auk þess sem þú ræður sjálfur á hvaða
hraða þú ferð í gegnum æfingarnar.
Maður getur tekið þetta eins og hverja
aðra þrekæfingu þar sem þú tekur
nánast alla liði líkamans fyrir, en slíkt er
góð undirstaða undir allar íþróttir.
Ég hef ekki tíma né áhuga á því að
æfa lyftingar af fullum krafti þó ég hafi
gert það um tíma. Kraftlyftingar eru það
erfið íþrótt að maður verður að stunda
þær af mjög miklu kappi ætli maður að
halda sér í fremstu röð. Það nægir mér
að geta skrölt með, eins og sagt er, með
þokkalegum árangri.
Mataræðið skiptir auðvitað líka
miklu máli. Ég er meðvitaður um það
sem ég læt ofan í mig en borða engu að
síður allan venjulegan mat, - íslenskan
og góðan mat, meira að segja þorramat.
Ég sleppi öllu sælgætisáti og reyni að
forðast að láta ofan í mig það sem telst
óhollt.
Ætli heilsusamlegt líferni eigi ekki
líka stóran þátt í velgengni minni og
úthaldi á íþróttasviðinu. Ég hef aldrei
reykt og það má segja að ég sé bind-
indismaður.
Mig langar til þess að komast í 3.50
metra áður en yfir lýkur og stefni að því
núna, - hvenær svo sem ég á eftir að ná
því takmarki, ef ég næ því nokkurn
tíma. “
13