Skinfaxi - 01.02.1993, Side 14
Logi Kristjánsson formaður Breiðabliks:
Skemmtilegt aö starfa
í Breiðabliki
„Það er mjög skemmtilegt aó
vera í og starfa með Breiðabliki.
Um það held ég að allir séu
sammála, sem þangað hafa
komið til starfa, hvort sem um er
að ræða stjórnunarstörf eða til
íþróttaiðkunar.“
Þetta segir Logi Kristjánsson for-
maður Breiðabliks í Kópavogi.
Það hefur ýmislegt verið á döfinni
hjá félaginu að undanförnu og enn
fleira framundan. 1989 var Breiðabliki
úthlutað 8 hektara landssvæði í Kópa-
Svœði Breiðabliks í Kópavogsdal.
vogsdal. Félagið lét skipuleggja svæðið
og gerði samning við Kópavogsbæ um
uppbyggingu á því. Fyrsta verkefnið
var bygging sandgrasvallar og var hann
tekinn í notkun fyrir tveim árum. Hann
hefur verið mjög mikið notaður og sýnt
það og sannað að mikil þörf var fyrir
slíkan völl. Þá er fyrirhugað að byggja
íþróttahús og hefur þegar farið fram
útboð á framkvæmdinni.
„Það er löngu orðið Ijóst, að það
hefur háð allri starfsemi félagsins að
hafa ekki betri samastað en við höfum
haft nú um árabil,“ segir Logi.
Fyrirhugað er að taka húsið í notkun
haustið 1994 og stefnt að því að það
verði fullbúið 1995. í því verður stór
íþróttasalur. Stærð hans hefur ekki verið
fastákveðin enn. í honum verður bæði
æfinga-og keppnisaðstaða fyrir íþrótta-
flokka Breiðabliks. I húsinu verður
einnig aðstaða fyrir líkamsrækt, þrek-
æfingar, almennur salur fyrir leikfimi
allra aldursflokka, gufubað, ljósabekkir
og heitur pottur. Þá verður gert ráð fyrir
veitingaaðstöðu, félagsherbergi og
fundaherbergi. I stuttu máli er gert ráð
fyrir að þarna rísi myndarleg íþrótta- og
félagsmiðstöð.
„Það fer fram geysilega mikil fé-
lagsstarf í Breiðabliki,“ segir Logi.
„Það er mjög mikils virði að koma því
undir eitt þak. Við sjáum það með þessu
litla húsi sem við settum niður við völl-
inn. Það má ekki vera mikið um að vera
til þess að það sé orðið sneisafullt, þann-
ig að fólk jafnvel veigri sér við að koma
inn úr dyrunum. Foreldrar, sem eru að
aka börnum sínum á æfingar þurfa að
geta komið inn, fengið sér kaffisopa,
rætt málin og komið sínum skoðunum á
framfæri. Við leggjum mjög mikið upp
úr því að hafa sem best tengsl við
foreldrana og höfum unnið markvisst að
því að efla þau. Það skiptir miklu máli,
að samvinna við þá sé góð.“
Aðstaða fyrir alla
Þá er fyrirhugað að bæta aðstöðu
fyrir þá sem iðka frjálsar íþróttir innan
Breiðabliks. Félagið hefur gert samning
um lagfæringu á næst-nyrsta hluta
útisvæðisins vestan við Kópavogsvöll-
inn. Þar er fyrirhugað að koma upp
kastsvæði. Er vonast til að í framhaldi
af því verði hægt að skipta um jarðveg
á svæðinu þar fyrir sunnan, sem síðan
yrði tekið undir æfingar fyrir knatt-
spymudeildirnar.
Þá má nefna nýja skíðaskálann í
Bláfjöllum og sundlaugina í Kópavogi.
Innan félagsins eru nokkrar deildir
sem ekki er getið sérstaklega hér að
aftan. Blakdeild Breiðabliks hafði skil-
að miklum og góðum árangri á sínum
tíma. En unglingastarfið var ekki sem
skyldi, þannig að deildin hætti starfsemi
í haust. Tennis- og badmintondeildin
var starfrækt fyrir nokkrum árum, en
hætti svo og hefur ekki verið sett af stað
aftur vegna aðstöðuleysis. Fyrirhugað
er að veita tennisfólki aðstöðu á sand-
grasvellinum. Hefur verið ákveðið að
halda deildinni vakandi og koma upp
aðstöðu fyrir slíka iðkun á næstu árum.
Ekki hefur verið lagt sérstaklega í
ruðningsdeildina, sem stofnuð var fyrir
fáeinum árum, enda hafa menn fremur
lagt áherslu á að byggja upp það starf
sem fyrir hefur verið.
„Eg tel þó, að ruðningsdeildin, sem
byggir ekki á þessum hefðbundnu
boltaíþróttum, eigi fyllilega rétt á sér,“
segir Logi. „Hún auðgar starfsemi
félagsins og gefur því viðbótarvídd.
Nú ætlum við í vaxandi mæli að
reyna að þjónusta fjölskylduna sem
slíka. Þegar fjarlægðirnar eru orðnar
svona miklar og foreldrar verða að aka
börnunum á æfingar þá verðum við að
hafa fjölbreytni svo að þeir geti brugðið
sér í bolta, æfingar eða trimm, meðan
þeir bíða eftir börnunum."
14