Skinfaxi - 01.02.1993, Síða 15
Nýstárleg stefnumótun
Svipmynd úr leik 3. flokks karla sl. sumar.
Breiðablik hefur farið nýstárlega
leið til þess að marka og samhæfa
stefnu sína varðandi starfsemi hinna
fjölmörgu deilda. Forsvarsmenn félags-
ins hafa fengið ráðgjafa frá Hagvangi,
Reyni Kristjánsson, til þess að stýra
vinnu við stefnumótunina.
„Þegar menn eru með stórfyrirtæki,
eins og Breiðablik, þá þarf að hleypa af
stað umræðu um hvert beri að stefna og
hvernig við viljum sinna því þjónustu-
hlutverki, sem við höfum tekist á
hendur gagnvart æskulýðnum og öðrum
bæjarbúum. Hvernig stöndum við sam-
an að því að framkvæma þessa hluti?
Hvernig getum við komið til móts við
þá sem stunda fleiri en eina íþrótta-
grein, varðandi æfingagjöld, varðandi
skipulag á tímum og fleira þess háttar?
Hversu margar deildir ætlum við að
starfrækja? Allt eru þetta spurningar
sem leitað er svara við.
Að undanförnu hefur verið í gangi
mikil umræða varðandi greiðslur til
meistaraflokkanna og að um væri að
ræða mikla fjármuni. Þetta er orðum
aukið, en engu að síður sjáum við að
íþróttafélög og -sambönd eru í miklum
fjárhagsvandræðum, meðal annars út af
svona greiðslum. Við verðum í þessu
sambandi að skoða okkar fjárhagslega
rekstur mjög náið og gerum það best
með því að virkja félagana til þess að
fara yfir þá stöðu og meta hana. Við
höfum ætlað okkur nokkur ár í að gera
félagið að mjög öflugu þjónustutæki
fyrir Kópavogsbúa, teljum okkur geta
gert betur en nú og reynum að gera það
á sem hagkvæmastan máta.“
Sá starfshópur sem vinnur að
stefnumótuninni, og í eiga sæti fulltrúar
allra deilda félagsins, hefur nú skilað
ábendingum til aðalstjórnar. Er gert ráð
fyrir að í sumar eða næsta haust sé hægt
að fara að vinna samkvæmt þeirri
áætlun sem mótuð hefur verið. Síðan er
gert ráð fyrir því að á aðalfundi 1995
verði farið yfir það sem áunnist hefur
og lagðar fram tillögur um það sem
betur má fara í uppbyggingunni.
Hjá Breiðabliki er lögð mikil áhersla á starf fyrir börn og
unglinga. Hér erþað Unnur Yr Konráðsdóttir, sem skýtur hressi-
lega að marki í Gull- og silfurmótinu.
VIÐ BJÓÐUM
16 2/3 m innilaug
25 m útilaug
Heita potta
Gufubaðstofu
Sólarbekki
SUMAROPNUN
Mánudaga - föstudaga 07 - 21.1 5
Laugardaga 07 - 17.30
Sunnudaga 10 - 16.30
VETRAROPNUN
Mánudaga - föstudaga 07 - 21.15
Laugardaga 08 - 15.30
Sunnudaga 10-15.30
-V~ úáá
l '—-v,'
I l|
j/wd
-ikK
15