Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1993, Page 16

Skinfaxi - 01.02.1993, Page 16
Kvennaknattspyrnan: Mikill hugur í stelpunum I kvennaknattspyrnunni hjá Breiðabliki eru nú starfræktir fimm flokkar, þ.e. meistara- flokkur, og 2., 3., 4., og 5. flokkur. Þá eru að fara af stað tilraunir með flokk sem nefndur er 8. flokkur. Hann verður blandaður, bæði strákar og stelpur, yngri en 8 ára. „Það er geysilega mikil gróska í kvennaknattspyrnunni og mikill hugur í stelpunum,“ sagði Ingibjörg Hinriks- dóttir formaður Meistaraflokksráðs kvenna. Mikil uppbygging hefur átt sér stað innan deildarinnar á síðari árum, því fyrir fáeinum árum voru aðeins tveir flokkar í kvennaknattspyrnunni. Það voru meistaraflokkur og svonefndur yngri flokkur kvenna. En 1986 kom 3. flokkur inn og í kjölfarið fór flokkunum að fjölga. „Það er fyrst og fremst reynslan sem eldri stelpurnar hafa öðlast í gegnum tíðina sem hefur eflt starfið og komið því í þann farveg sem það er nú í. Þær hafa tekið að sér þjálfun, auk þess sem margar þeirra hafa eignast dætur, sem voru þá fæddar inn í fótboltann, ef svo má segja. Stelpurnar hafa verið ákveðnar að berjast fyrir sínu og haft árangur sem erfiði. Svo hefur stjórn Breiðabliks stutt mjög vel við bakið á okkur. Breiðablik fór af stað með kvenna- knattspyrnuna upp úr 1970. Arið 1976 unnu þær sinn fyrsta titil og urðu ís- landsmeistarar utanhúss. Sá titill lagði eiginlega þá skyldu á herðar stjórninni að hlúa vel að þessum meistaraflokki sínum, sem hún gerði. Hún hefur staðið mjög vel með kvennaknattspyrnunni allar götur síðan.“ Fleiri titlar Breiðabliksstúlkurnar áttu eftir að gera betur en þetta, því þær urðu íslandsmeistarar fimm ár í röð, 1979- 1983. Þær hafa einnig unnið þann eftirsóknarverða titil síðastliðin þrjú ár. Bikarmeistarar urðu þær 1981-1983 og voru því tvöfaldir meistarar þrjú ár í röð. „Núna erum við með stóran og breiðan hóp knattspyrnukvenna. Þær, sem ætla sér að komast inn í ellefu manna hóp, leggja mjög hart að sér. Það er æft fjórum sinnum í viku yfir vetrartímann, þegar ekkert er leikið. Þessar stelpur gera sér fulla grein fyrir því, að þær ná ekki árangri nema með því að leggja talsvert á sig.“ Þjálfari meistaraflokksins er Steinn Helgason, sem þjálfaði landsliðið sl. tvö ár og unglingalandsliðið þar áður. En það er ekki einungis meistara- flokkurinn, sem hefur átt velgengni að fagna, því 2. flokkur hefur staðið sig mjög vel. Á síðasta ári tapaði hann til dæmis ekki einum einasta leik. Hann vann íslandsmeistaratitilinn, bæði innanhúss og utan. Einnig urðu stúlk- urnar Faxaflóameistarar. Þjálfari 2. flokks er Jón Ottarr Karlsson. Vanda Sigurgeirsdóttir landsliðsfyrirliði og leikmaður Breiðabliks þjálfar 3. flokk- inn. Yngri flokkarnir hafa einnig staðið sig mjög vel og eru miklar vonir bundn- ar við þá. Áhersla lögð á grunninn „Varðandi yngri flokkana höfum við ekki lagt áherslu á þá sem keppnis- ilokka, heldur fyrst og fremst að búa til góðan grunn, þannig að við fáum góðar knattspyrnukonur út úr yngri flokkun- um. Þær eiga að vera tilbúnar, þegar þær koma upp í harða keppni í 3. flokki. Áherslan er lögð á að kenna þeim undirstöðuatriðin og þjálfa þær vel, áður en til alvörunnar kemur. Það hafa ýmsir verið með hrakspár í garð Breiðabliksliðsins fyrir næsta sumar og telja að stelpurnar komi ekki til með að standa sig. Ástæðan er sú að við höfum fengið liðsstyrk. Ýmsir óttast, að það verði til þess að liðið nái ekki saman. En við hlustum ekki á slíkt. Við erum að vinna í þessum málum og ætlum meðal annars í æfingaferðir út á land og taka helgarnar í að byggja upp félagslegan anda og styrkja samheldn- ina. Það er til dæmis fjölskyldudagur hjá stelpunum í dag. Þar mæta þær með börnin sín, kærasta, eða foreldra og eiga góðan dag saman. Þannig að lífið snýst ekki bara um fótbolta, heldur einnig að búa til góðan og samstilltan hóp, sem hefur gaman af því sem hann er að gera.“ 16

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.