Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1993, Síða 18

Skinfaxi - 01.02.1993, Síða 18
■« Nýi skálinn hleypti auknu lífi í staifsemi skíðadeildarinnar. Vilium sem flesta á skíöi „Markmiðið hjá okkur er að koma sem allra flestum á skíði, og þá ekki síður fullorðnum en börnum,“ sagði formaður skíðadeildar Breiðabliks, Óttar B. Ellingssen. Skíðadeildin minntist merkra tímamóta í desember á síðasta ári, því þá hafði hún starfað í rétt 20 ár. Fyrir rúmum þrem árum var hafist handa við að byggja stóran og glæsileg- an skála fyrir skíðaunnendur úr Kópa- vogi í Bláfjöllum. Hann er samtals 703 fermetrar að grunnfleti og var tekinn í notkun 15. mars 1991. Hann hlaut nafn- ið Breiðablik-Skíðamiðstöð Kópavogs. „Þessi skáli hefur verið okkur mikil lyftistöng og myndast mikil gróska í kringum þessa góðu aðstöðu sem við höfum nú yfir að ráða.“ sagði Ottar. „Fyrsta árið sem skálinn var í notkun voru iðkendur 36 talsins. Næsta ár urðu þeir 86 og í fyrra 120. Nú erum við með í kringum 90 krakka og ráðum eiginlega ekki við fleiri. Foreldrastarfið hefur heppnast mjög vel og foreldrarnir eru mjög vel virkir. Mikil uppbygging Skíðadeild Breiðbliks hefur átt fulltrúa á Andrésar-Andar leikunum af og til á undanförnum árum. Tvö síð- astliðin ár hefur hún átt keppendur á verðlaunapalli og hefur árangurinn farið batnandi á milli ára. „Á öðrum mótum hefur okkur ekki tekist að vinna til verðlauna,“ sagði Óttar. „Við erum að byggja deildina upp og það er fyrst núna sem 13 og 14 ára iðkendurnir gætu átt einhverja möguleika. I 15 og 16 ára hópnum eru einungis fjórir og þeir byrjuðu ekki fyrr en fyrir þrem árum hjá okkur. Á síðasta ári réðum við nýjan yfirþjálfara, Guðmund Jónsson frá ísa- firði. Eins og margir vita er hann marg- faldur íslandsmeistari í svigi og stór- svigi og væntir deildin sér mikils af samstarfinu við hann. Markmið starfsins Skíðadeildin hefur það að markmiði að gefa sem allra flestum kost á að vera á skíðum. „Við stefnum meðal annars að því að koma fullorðna fólkinu einnig á skíði, með því að bjóða því aðstöðu uppfrá og kannski einhverja tilsögn. Svo höfum við áhuga á að koma af stað gönguhópum á skíðum. Við reyndum það aðeins í fyrra og urðum varir við mikinn áhuga. Veðráttan setti hins vegar strik í reikninginn, því það var sjaldnast hægt að vera á skíðum um helgar. Við fórum þó einum tíu sinnum og þetta var svona fimmtíu manna hópur, allt í allt. 1 vetur höfum við ekki komið þessu í gang vegna veðráttunnar. En það sem við leggjum höfuð- áherslu á, er að skíðaiðkunin er fjöl- skylduíþrótt og öll fjölskyldan getur stundað þetta sarnan. Þar getur hún sameinað það tvennt, að njóta sam- verunnar og stunda holla útiveru í fögru umhverfi." 18

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.