Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1993, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.02.1993, Blaðsíða 19
Allir saman í karate „Það er mikill áhugi fyrir karate og hjá okkur æfir nú fastur kjarni á aldrinum 7-19 ára. Þetta eru svona 25 manns, sem æfa þrisvar í viku,“ sagði Karl Gauti Hjaltason yfirþjálfari karate- deildar Breiðabliks. Æfingarnar í karate eru frábrugðnar flestum öðrum íþróttaæfingum að því leyti, að þar æfa allir saman, kvenkyns- og karlkynsiðkendur á öllum aldri. Strákarnir hafa verið í miklum meiri hluta, eða um 80 prósent iðkenda. „Þetta er einkenni karate-íþrótt- arinnar, að þar eru allir saman,“ sagði Karl Gauti. „Það er ekkert erfitt að vinna með svona blönduðum hóp. Ég hugsa þó, að það næðist meiri árangur, ef það væri nógu mikill fjöldi í félaginu til þess að hægt væri að skipta hóp- unum niður í aldursflokka. En þá missir maður þann góða anda, sem ella skap- ast. Þarna eru allir vinir, litlu krakkarnir og fullorðna fólkið. Það eru allir að gera það sama og þarna skapast frábær andi. I einlitari hóp örlar ef til vill meira á metnaði." Karl Gauti sagði að talsvert bæri á því að unglingar hættu að iðka karate þegar þeir kæmust á gelgjuskeiðið. Þá fyndist þeim þeir hafa ýmislegt annað að gera. Síðan kæmu margir þeirra aftur eftir tvö ár eða svo. Verðlaun í hús Karatedeild Breiðabliks hefur tekið þátt í mótum og fært verðlaun í hús. Er skemmst að minnast Unglingameist- aramótsins í karate sem haldið var nú eftir áramótin. Þar vann karatedeild Breiðabliks til átta verðlauna og hafn- aði í 3. sæti. Munaði ekki miklu á árangri keppenda hennar og hinna sem náðu 2. og l. sæti. „Þetta er mjög góður árangur, ekki síst vegna þess að við höfum verið að missa fólk að undanförnu,“ sagði Karl Gauti. „Aðalmaðurinn hjá okkur hélt til útlanda í fyrra. Þá höfðum við verið með erlendan þjálfara í tvö ár, en hann hætti einnig. Við héldum því að baráttan yrði erfið, þegar við tókum við þjálfuninni í haust, ég og Ævar Þorsteinsson. En þetta hefur gengið framar öllum vonum. Árangurinn er mest að þakka góðum anda í liðinu. Það er mjög skemmtilegt að vinna með þessum krökkum. Við fórum á þetta mót með það í huga að gera okkar besta, en það varð bara miklu meira en við höfðum þorað að vona.“ Ýmislegt á döfinni Það er ýmislegt á döfinni hjá karatedeildinni núna. Innanfélagsmót var á dagskránni, að afloknu Unglinga- meistaramótinu. Þá má nefna sam- æfingu í Digranesskóla, þar sem karate- deild Breiðabliks hefur æfingaaðstöðu. Þá koma félagar í karatefélögum af öllu landinu saman og æfa. Á slíkar æfingar geta mætt á annað hundrað manns, en karatedeild Breiðabliks er gestgjafinn að þessu sinni. Nú á deildin fulltrúa, Ólaf Nielsen, í unglingalandsliðinu í karate, og eru vonir bundnar við frammistöðu hans. „Ég er mjög ánægður með þennan hóp, sem við erum að þjálfa núna, og mér sýnist að hann eigi að geta náð langt.“ GÓÐÍÞRÓTT, GULLI BETRI *** 200 KÓPAVOGUR *** Júmbó matvælaiðja hf. Kársnesbraut112 Handknattleiksfélag Kópavogs Digranesvegi íþróttahöll Digranesskóli Skálaheiði Bæjarfógetaskrifstofa Kópavogi Auðbrekku 10 Elsi, heildverslun Hafnarbraut 23 Sparisjóður Kópavogs Digranesvegi 10 Slökkvitækjaþjónustan Hafnarbraut 10-D Verkfræðistofa Þórhalls Jónssonar Hamraborg 7 Vélsmiðja Sigurðar H. Þórðars. hf. Skemmuvegi 16m Markholt hf Reynihvammi 22 Niðursuðuverksmiðjan Ora Vesturvör 12 Nýtt hugvit sf. Hlíðarhjalla 41d Óskar hf. Kársnesbraut 108 Bergplast Smiðjuvegi 28d Bílamarkaðurinn Reykjanesbraut Smiðjuvegi 46e Bílamálunin Bliki Smiðjuvegi 38e B. Sigurðsson sf. Nýbýlavegi 8 ALP bílaleigan Hlaðbrekku 2 Búnaðarbanki íslands Hamraborg 9 Borgarvirki, verktaki Hjallabrekku 22 Verslunin 10-11 Engihjalla 8 Smurstöð ESSO Stórahjalla 2 Sjálfstæðisfélag Kópavogs Hamraborg 1 Sjúkranuddstofa Silju Hjallabrekku 2-E 19

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.