Skinfaxi - 01.02.1993, Side 20
Knattspyrnudeild karla:
Stefna á 1. deildina
„Það eru um 200 krakkar sem
sækja æfingar í fótbolta hjá
okkur frá 2. flokki og niður úr. í
yngstu flokkunum, 6. og 7.
flokki, eru 40-50 krakkar. Fyrir
þessa alyngstu erum við með
tvær æfingar í viku yfir hávetur-
inn, en frá og með 1. apríl eiga
þjálfararnir okkar að vera með
að lágmarki þrjár æfingar í viku,“
sagði Árni Guðmundsson
formaður knattspyrnudeildar
karla hjá Breiðabliki.
Yngstu fótboltakapparnir hafa tekið
þátt í árlegum pollamótum af lífi og sál.
Þá gefst þeim og öðrum kostur á að
sækja íþróttaskóla, sem hefur notið
sívaxandi vinsælda.
Hann var raunar kenndur við knatt-
spyrnu þar til í fyrra. Þá var fyrir-
komulaginu breytt og starfsemin nefnd
knattspyrnu- og íþróttaskóli. Ein af
breytingunum var að fá þjálfarana í
kvennaknattspyrnunni til samstarfs.
Með því móti var stefnt að því að fá
fleiri stúlkur í skólann. Þetta skilaði
þegar árangri, því aðsókn jókst til
mikilla muna á síðasta ári.
„Ég tel að foreldrastarf hjá Breiða-
bliki hafi verið til mikillar fyrirmyndar í
gegnum árin. Við erum með mjög stóra
unglinganefnd og í henni starfa um 20
foreldrar. Þá hefur foreldrastarfið í
deildinni verið afbragðsgott. Við höfum
fest í sessi það fyrirkomulag að tryggja
að þeir sem fari upp í gegnum yngri
flokkana komist til útlanda einu sinni á
þeim ferli. Þá fara þeir á einhver mót í
nágrannalöndunum. Reyndar fór 4.
flokkurinn síðast alla leið til Spánar og
keppti þar á móti sem stóð í viku. Svona
nokkuð sameinar foreldra og börn í
starfi, því þau taka saman höndum
varðandi fjáröflun fyrir slíkar ferðir."
Knattspyrnudeildin hefur kappkost-
að að taka vel á móti þeim sem koma
nýir inn í starfið. Eru ýmsar samkomur
haldnar, þar sem allir geta komið saman
og skemmt sér.
Nýjung í starfinu er svo byrjenda-
flokkurinn, 8. flokkur, þar sem blandað
er saman piltum og stúlkum.
„Við viljum tryggja þessum krökk-
20
um einhverja þjálfun. Þau eru svo ung,
allt niður í fjögurra ára, að þau eiga
ekki samleið með sjö eða átta ára
krökkum.
Efdri flokkarnir
„Gengi eldri flokkanna hefur verið
nokkuð gott í gegnum árin. Við höfum
þó helst verið að uppskera titla í 3. og
4. flokki. Við höfum verið þar í bar-
áttunni um íslandsmeistaratitla mörg
undangengin ár. í síðarnefnda flokknum
vorum við íslandsmeistarar innanhúss
þrisvar í röð, en við töpuðum því miður
titlinum í ár. Undangengin fjögur ár
höfum við alltaf unnið eina sex Islands-
meistaratitla í karla- og kvennaknatt-
spymunni.“
Árni sagði, að óneitanlega hefði
vaknað sú spuming af hverju fólkið úr
efri flokkunum skilaði sér svo illa sem
raun bæri vitni upp í meistaraflokkinn.
Þegar unglingar væru að fara úr 3.
flokki og upp í 2. flokk, þá yrðu afföllin
hvað mest. Þjálfarar teldu, margir
hverjir, ekki eðlilegt að það skiluðu sér
nema 2-3 úr hverjum flokki.
„En það eru þó nokkuð margir
flokkar hjá okkur, þar sem þessi tala
hefur ekki einu sinni skilað sér. Við
viljum reyna að fylgja þessum krökkum
betur eftir með því að veita þeim þá
þjálfun og þann stuðning sem þau
þurfa. Við erum í samkeppni við aðrar
íþróttagreinar og einnig er það á
þessum aldri, sem krakkarnir hætta, því
þau verða fyrir ýmsum truflunum á
þessu viðkvæma skeiði, sem kyn-
þroskaaldurinn er. Oft endar þetta með
því að þau gefast hreinlega upp og
hætta. Gegn þessu viljum við sporna.“ v
Meistaraflokkur Breiðabliks fór
niður um deild í fyrrahaust eftir þokka-
legt gengi 1991. „Það má kannski segja
að hugafarið hafi spilað þarna inn í.
Hópurinn er ekki nógu samstilltur að
mínu mati.
Við teljum þó að vinnubrögðin hjá
okkur séu á uppleið núna. Við settum
stefnuna á að fara strax aftur upp í I.
deild, hvort sem það tekst nú eða ekki.“
í 2. deild
Meistaraflokkur Breiðabliks stefnir á 1. deildina á nýjan leik.
A.