Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1993, Page 21

Skinfaxi - 01.02.1993, Page 21
Frjálsar íþróttir: Foreldrarnir eru lykillinn Frá síðasta haustmóti Breiðabliks ífrjálsum íþróttum. Segja má að skipst hafi á skin og skúrir í starfi frjálsíþróttadeildar Breiðabliks. Hún var ákaflega sterk fram undir 1980, en þá dalaði starfið um nokkurt skeið. Menn sáu að við svo búið mátti ekki standa og því var hafist handa við að hlúa að starfinu og efla það á nýjan leik. Því er nú skipt upp í tvennt, þannig að aldursflokkarnir eru 14 ára og yngri, og svo eldri iðkendur. Egill Eiðsson hefur þjálfað eldri flokkinn og Eyja Sigurjónsdóttir hefur þjálfað þann yngri. „Það hefur verið afskaplega blómlegt starf hjá yngri flokknum,“ sagði Hreinn Jónasson formaður frjáls- íþróttadeildarinnar. „Það hafa verið að meðaltali um 30 krakkar á æfingum hjá okkur. Þessi kjarni hefur æft hjá okkur á þriðja ár og við væntum mikils af honum þegar hann kemur upp í eldri flokkinn. Þetta ætti að fara að skila sér eftir 3-4 ár, ef vel er á spöðum haldið.“ I yngri flokknum er hlutfallið milli kynja þannig að um 80 prósent eru stúlkur. I eldri flokknum er svipað hlutfall, nema hvað að þá eru það karlarnir sem eru fleiri. „Af eldri llokknum er það að segja, að við misstum mjög öflugan liðsmann núna um áramótin, Guðrúnu Arnardóttur. En við fengum líka góða íþróttamenn úr öðrum félögum, þannig að ég er tiltölulega bjartsýnn. Við erum að vísu ekki að horfa til sumarsins núna, heldur leggjum allt okkar í að byggja upp fyrir framtíðina." Gengi frjálsíþróttafólksins í deild- inni var ekki nógu gott á síðasta ári, en menn telja sig sjá fram á mun betra gengi í ár. „I eldri flokknum erum við með góðan kjarna fólks, sem er um tvítugt. Þetta er geysilega skemmtilegur hópur, 15-20 manns á svipuðum aldri, mikill stemningshópur. Við erum með 800 og 1500 metra hlaupara sem ég bind miklar vonir við í dag. Þetta eru þeir Isleifur Karlsson og Smári Guðjónsson. Þá erum við með efnilegan þrístökkv- ara, Gunnar Hreinsson. Hann er búinn að æfa í tæpt ár og hefur náð frábærum árangri. Síðan eigum við mikið efni í hástökki, Jóhönnu Jensdóttur. Hún á eftir að koma á óvart í sumar.“ Hreinn sagði að bæjaryfirvöld sýndu starfinu mikinn skilning. Aðstaðan hefði verið ákaflega léleg, þannig að deildin hefði orðið útundan. En nú væru fyrirséð ákveðin kaflaskipti. Verið væri að undirbúa kastsvæði fyrir frjáls- íþróttamenn, sem ætti að verða tilbúið I. maí. Það myndi kosta um 7 milljónir, sem þætti glæsilegt framlag. Þá hefði verið gefið loforð um að aðstaðan á vellinum sjálfum yrði lagfærð í sumar. „Við ætlum að reyna að koma á nýju móti í sumar, fyrir börn 14 ára og yngri. Það mun bera nafnið „Búnaðar- bankamótið.“ Það verður alfarið á vegum frjálsíþróttadeildar Breiða- bliks.“ Gamall keppandi Hreinn er gamall keppandi frá þeim árum sem frjálsíþróttadeildin var upp á sitt besta. Þá voru flestir í landsliðinu eða við það að komast í það. Síðasta „vítamínssprautan" var þegar deildin réð til sín rússneskan þjálfara. Þá var rekið mjög öflugt unglingastarf. En þegar sá rússneski hætti, fór að draga verulega úr starfseminni. „Okkur, þessum gömlu, var farið að blöskra þetta ástand. Við ákváðum því að gera eitthvað í málinu. Nú er mikið starf unnið til að rétta þetta við og mér sýnist að það sé þegar farið að bera ávöxl. Við erum nú að undirbúa enn frek- ara átak. Við ætlum að gefa út frétta- bréf, sem við reynum að tileinka yngri börnunum að mestu leyti. Einnig ætlum við að vera með veggspjald, sem við fengum hjá FRÍ. Með þessu ætlum við að reyna að fá fleiri krakka inn í starfið. Það hefur oft verið vandamál í frjálsum íþróttum, þegar nýr einstakl- ingur kemur á æfingar, að hann er ekki tekinn inn í hópinn. Við höfum lagt á það áherslu, að taka vel á móti nýliðum og sjá til þess að svona nokkuð hendi ekki. Við erum ekki eingöngu að reyna að búa til afreksfólk, heldur að fá alla til að vera með, ekki síst foreldrana.“ 21

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.