Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1993, Síða 22

Skinfaxi - 01.02.1993, Síða 22
Körfuboltinn: Áherslan á yngri flokkana „Árangur liðsins gæti verið betri ef miðað er við getu þess,“ sagði Haukur Hauksson formaður körfuknattleiks- deildar Breiðabliks. Liðið komst upp í úrvalsdeildina í fyrra, og hefur barist fyrir veru sinni þar í vetur, en án árangurs. Körfuknattleiksdeildin var stofnuð 1968 og hefur starfað „með hæðum og lægðum“ síðan. Fyrir um það bil þrem árum tók hún svo mikinn kipp. Þá voru iðkendur um 50 talsins en eru nú orðnir um 300. Þennan fjörkipp þakka menn ekki síst þjálfaranum, Sigurði Hjörleifs- syni, sem sinnt hefur uppbyggingar- starfinu af mikilli eljusemi. „Hann er afar vinsæll meðal krakk- anna og þá foreldranna um leið,“ sagði Haukur. „Þá hefur körfuboltaumfjöll- unin á Stöð 2, frá NBA-deildinni, haft sitt að segja. Því er ekkert að leyna að útlendingar hér á landi hafa gefið körfunni vissa hæð, ef svo mætti segja. Hún er mjög vinsæl í dag og það má segja að það hafi orðið vakning. Við eigum satt að segja orðið í erfiðleikum með að fá tíma fyrir fleiri iðkendur í Kópavogi." Æfa á fjórum stöðum Körfuknattleiksdeildin æfir á fjórum stöðum, í Kársnesskóla, Snælandsskóla, Kópavogsskóla og Digranesskóla. Er þess sannast sagna beðið með nokkurri eftirvæntingu að deildin fái aðstöðu í nýja íþróttahúsinu sem fyrirhugað er að reisa. ,,Sú geysimikla ásókn sem er í körfuboltann er áreiðanlega varanleg, ef miðað er við þróunina erlendis til dæm- is,“ sagði Haukur. „Menn mega ekki gleyma sér við meistaraflokkinn ein- göngu. Uppbyggingarstarfið verður alltaf að hafa forgang. Það er aðal- atriðið. Við stefnum að því að hlúa að þessu starfi og ná vaxandi árangri í öllum flokkum. Með því ættum við að koma upp góðum kjama fyrir meistara- flokkinn í framtíðinni. Yngstu llokkarnir em langfjölmenn- astir, en krakkarnir byrja að æfa átta ára. Breiðablik vann íslandsmeistaratitil í 8. flokki stúlkna í fyrra og árangur í piltaflokkunum hefur verið vaxandi.” Erfið fjármögnun Haukur sagði, að mjög erfitt væri að fjármagna rekstur deildarinnar sem stæði. I erfiðu efnahagsástandi héldu fyrirtæki að sér höndunum varðandi styrkveitingar. „En við berjumst áfram með fjáröfl- unum og höfum mætt góðum skilningi víða. Reksturinn er m.a. fjármagnaður með félagsgjöldum, en þess ber að geta að séu fleiri iðkendur en einn úr hverri fjölskyldu, þá fá þeir afslátt“ E R K I N G A R ÁHRIFA MIKLAR MERKINGAR ! Merkjum hverskyns sportfatnaði. Númeringar Fyrirtœkja- og félagamerki. Bola og húfuprentun FATAMERKINGAR SKEIFUNNI 3c - SÍMI: 68 00 20 FAX : 68 00 21 Leitið upplýsinga. Gerum tilboð. Sími 680020- Fax: 680021 GRAFÍSK HÖNNUN: MERKISMENN HF. AUGLÝSINGASTOFA

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.