Skinfaxi - 01.02.1993, Side 25
Litli íþróttaskólinn
Frá 1990 hefur íþróttamiðstöðin
boðið upp á dvöl í Litla íþrótta-
skólanum fyrir börn á aldrinum 10-12
ára. Starfsfólk miðstöðvarinnar sér um
að útvega börnunum leiðbeinendur.
Einnig er séð um alla dagskrá fyrir þau
frá morgni til kvölds.
„Þessi þáttur starfseminnar hefur
heppnast afar vel,“sagði Hermundur.
„Krakkarnir koma til okkar í miðri
viku. Þau stunda nánast allar tegundir
íþrótta. Kvöldvökur eru á hverju kvöldi
og nóg að gera.
Það er gaman að sjá hvernig mörg
krakkanna breytast á einni viku. Sum
þeirra eru mjög lítil í sér og ósjálfstæð,
hafa stöðuga heimþrá og samlagast ekki
hinum krökkunum. Við reynum að
byggja þessa krakka upp og ég held að
mér sé óhætt að segja að þau fari öll
önnur og sjálfstæðari heim. Hitt er
annað að aðsóknin hefur ekki verið
nógu góð og við höfum getað bætt við
krökkum á flest námskeiðanna. En hún
fer vaxandi.
Það sem við erum að stefna að núna,
er að setja af stað eins konar skólabúðir
Hermundur Sigmundsson forstöðumaður
lþróttamiðstöðvarinnar á Laugarvatni.
yfir vetrartímann. Við gætum þá starf-
rækt þær frá hádegi á mánudegi til
hádegis á föstudegi. Þarna gætu komið
heilu bekkirnir, sem hefðu minni að-
stöðu til að stunda íþróttir heima fyrir
en flestir jafnaldrar þeirra. Við þyrftum
að ná samkomulagi við íþróttakenn-
araskólann um að fá að nota aðstöðu
hans á daginn. Einnig mæti hugsa sér
að þetta yrði hluti af æfingakennslu
nemendanna í skólanum. Aðaláherslan
yrði lögð á íþróttir og heilsu.“
Mest af suð-vestur
horninu
Langflestir hóparnir sem sækja
Iþróttamiðstöðina heim koma af suð-
vestur horninu.
,,Eg vildi sjá fleiri hópa frá
ungmennafélögunum úti á landi,“ sagði
Hermundur. ,,Það er upplagt fyrir
keppnishópa, t.d. í frjálsum íþróttum,
að verja saman viku á Laugarvatni.
Þetta er að vísu aðeins að aukast og
hópur frá USVH var hér t.d. um daginn,
að undirbúa sig fyrir mót í frjálsum.
Það eru rnikið til sömu félögin sem
koma ár eftir ár, sem sýnir að fólki líður
vel hérna. Og svo bætast alltaf nýir við,
þannig að þróunin er í rétta átt. “
Verðlaunagripir
verðlaunapeningar
og félagsmerki.
Verðlaunapeningar frá
280,- kr.
íþróttagreinamerki fyrir
allar greinar íþrótta.
Áletrun.
^tmebaíil
ÚR & SKARTGRIPIR • KRINGLUNNI
Magnús E. Baldvinsson sf.
25