Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1993, Page 28

Skinfaxi - 01.02.1993, Page 28
Leiklistin er þroskandi og uppbyggjandi -rætt við Guðrúnu Sveinsdóttur hjá Ungmennafélagi Hrunamanna Guðrún Sveinsdóttir, garðyrkju- bóndi á Fiúðum, hélt á dögunum upp á 40 ára leikafmæli sitt hjá Ungmennafélagi Hrunamanna, með því að taka þátt í verkefni vetrarins, Sveitasynfóníu eftir Ragnar Arnalds. Haft var samband við Guðrúnu og hún beðin um að rekja í fáum orðum sögu leiklistarstarfsemi ungmennafé- lagsins. „Ungmennafélag Hrunamanna var stofnað árið 1908 og hófst leikstarfsemi tveimur árum síðar. Leikrit voru sett upp nánast öll árin nema hvað þessi starfsemi lá niðri á árunum 1981-1990. Astæður voru þær að fólk hætti að koma á leiksýningar. Það þótti um tíma ekki borga sig að setja upp leikrit. En þó að ungmennafélagið stæði ekki fyrir leiksýningum þá féll leiklistarstarfsemi Úr Sveitasynfóníu Ragnars Arnalds, sem Ungmennafélag Hrunamanna sýndi í vetur. samkomum, eins og á árlegu þorrablóti og hjónaballi, sem eru stærstu skemmtanir ársins hér um slóðir. ekki með öllu niður í sveitinni. Hér hefur alltaf verið leikið á meiri háttar A unglingalandsmóti ungmennafélaganna sem haldið var í sumar sem leið, var í fyrsta sinn afhentur einkar fallegur farandhikar, sem lilotið hefur nafnið Fyrinnyndarhikarinn. Það var lþróttanefnd ríkisins sem gaf þennan bikar, sem veittur erfyrir háttvísi og góða umgengni á mótsstað. Þarna halda á honum á milli sín þeir Pálmi Gíslason formaður Ungmennafélags íslands og Ingi Björn Albertsson formaður íþróttanefndar ríkisins. Fyrsta eiginlega leikstjórann feng- um við til liðs við okkur árið 1950 og þá breyttist þetta náttúrlega afskaplega mikið. Regína Þórðardóttir reið á vaðið en í kjölfarið komu meðal annarra Lárus Pálsson, Helgi Skúlason, Gísli Halldórsson, Jón Sigurbjörnsson og Hólmfríður Pálsdóttir, systir Lárusar, sem leikstýrði oft hjá okkur.“ Sóttir á hrútasýningu Guðrún sagði að í Hrunamanna- hreppi hafi ávallt verið kjarni góðra leikara sem leikið hafi ár eftir ár. Hún var spurð að því hvort ekki hafi verið erfiðleikum háð að fá nægilega margt fólk í fjölrpennar sýningar. „Þetta hefur oft verið barningur en alltaf gengið upp á endanum. Oft höfum við farið um allar sveitir og grátbeðið fólk að vera með. Stundum var búið að manna sýningu og vantaði kannski einn til þess að dærnið gengi upp. Þá var lagt mikið í sölurnar til að ná þessum eina og oft var hart barist. Eitt árið settum við upp Dansinn í 28

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.