Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1993, Síða 29

Skinfaxi - 01.02.1993, Síða 29
Guðrún ásamt Sigurjóni Jónssyni í leikritinu Húsfreyjan í Hruna. Hruna, sem ég hafði haft sem óska- verkefni lengi, enda er okkur málið skylt. Þetta er mjög fjölmenn sýning og okkur vantaði nokkra karla. Þegar leit okkar stóð sem hæst var haldin hrúta- sýning hér í sveitinni. Þar voru menn búnir að stilla sér upp við garðann með gripi sína. Þá gekk ég bara á þá þar sem þeir áttu sér engrar undankomu auðið og flestir féllust á að leggja okkur lið. Það má segja að þeir hafi verið teknir þarna í sjálfheldu og þjarmað að þeim. Upp úr hrútasýningunni hafði okkur tekist að manna leikritið og þar á meðal voru margir sem höfðu ekki leikið í fjölmörg ár.“ - Þau eru ófá leikritin sem Guðrún hefur leikið í og oft hefur hún farið með stór hlutverk. ,,Ég byrjaði 1952, þá 17 ára, og síðan hefur þetta alla tíð verið mikið áhugamál hjá mér. Það þarf feiknar- legan áhuga til þess að koma leik- sýningu á fjalirnar, því að það er svo mikið sem til þarf. Allir verða að hjálpast að og gera alla hluti sjálfir eins og að sauma búninga, annast lýsingu, smíða leikmynd og mála hana. Margar sýningarnar eru mér mjög minnisstæðar eins og Húsfreyjan í Hruna, sem við settum upp þjóðhátíðarárið 1974. Þetta er sögulegt leikrit eftir Gunnar Benediktsson, og fengum við Jón Sigurbjörnsson til að leikstýra í það sinnið.“ - Þið hafið alltaffarið í leikferðir um landið? „Já, við verðum að gera það til þess að fá nægilega marga áhorfendur til þess að borga sýninguna, við höfum líka haft gaman af því að sýna þetta öðrum en sveitungum okkar. Aðallega förum við í nágrannasveitir okkar hér í Árnessýslu og í Rangárvallasýslu, aust- ur á Kirkjubæjarklaustur auk þess sem við erum ávallt með eina sýningu á höfuðborgarsvæðinu, nú síðast í félags- heimili Kópavogs. Það lengsta sem við höfum farið er upp í Borgarfjörð. Að þessu sinni sýndum við Sveita- synfóníuna eftir Ragnar Arnalds. I sýningunni voru 15 leikarar og þar á meðal þrjú börn, en þar fyrir utan voru 5 starfsmenn sem aðstoðuðu við upp- setninguna. Leikstjóri að þessu sinni, - eins og í hitteðfyrra, var nágrannakona okkar, Halla Guðmundsdóttir í Ásum í Gnúpverjahreppi. Því miður gat ég ekki leikið í þessu verki. Ég gekkst undir aðgerð á sjúkra- húsi í haust sem leið og er ekki búin að ná mér. Aftur á móti vantaði hvíslara og var ég fengin til þess. Aðsóknin hefur verið prýðileg. Þess má geta að rúmlega hundrað manns komu á sýningu okkar í félagsheimili Kópavogs á þorranum. Áhorfendur eru þá gjarnan fólk sem þekkir vel til í Hrunamannahreppi, á þar ættingja eða vini. Við metumst stundum á um það í gríni hvert okkar eigi flesta aðstand- endur á áhorfendabekkjunum og sé mestur akkur er í að láta taka þátt í sýningunni af þeim sökum.“ Sérstök tilfinning - Leiklistin er aftur orðinn fastur þáttur í tilverunni í Hrunantannahreppi eftir að starfsemin vaknaði úr tíu ára löngum dvala. Guðrúnu fannst mikið vanta í félagslíf sveitarinnar þessi ár. Það fór svo að hún lét til skarar skríða ásamt kunningjakonu sinni. „Við vorum ekki sáttar við að leiklistarstarfsemi ungmennafélagsins lognaðist alveg út af. Við ákváðum því að reyna að efna til námskeiðs fyrir unga fólkið, sem aldrei hafði fengið að spreyta sig. Þátttaka var mjög góð og var námskeiðið bæði haldið fyrir nemendur skólans á daginn og síðan á kvöldin fyrir alla hina. Þegar fólk tekur þátt í leiksýningum árum saman undir stjórn leikstjóra, fer ekki hjá því að það læri eitthvað. Ef fólk leggur sig fram við að vinna að einhverju verkefni, er það mikils virði. Það er jafnframt svo rnikil santheldni innan hópsins. Þetta er sérstök tilfinn- ing og fólk verður að leggja sig fram fyrir heildina. Ég veit að þetta er mjög þroskandi og uppbyggjandi. Þetta væri ógerlegt ef ekki ekki væru allir jákvæðir til þessarar starfsemi því að óneitanlega mæðir líka mikið á þeim sem heima sitja.“ 29

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.