Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1993, Síða 31

Skinfaxi - 01.02.1993, Síða 31
Flúðir: Nýtt íþróttahús tekiö í notkun Nýja íþróttahúsið gjörbreytir aðstöðu unga fólksins til œfinga og keppni. Nýtt og glæsilegt íþróttahús var vígt aö Flúðum í Hrunamanna- hreppi þann 17. janúar síðast- liðinn. Hagur Ungmennafélags Hrunamanna hefur því vænkast til muna en fram að þessu hafa allar innanhússíþróttir farið fram í féiagsheimilinu. „Þetta breytir ákaflega miklu fyrir okkur. Við vorum í miklum vandræðum vegna þrengsla í félagsheimilinu þar sem íþróttakennsla grunnskólans fór fram auk annarrar íþróttaiðkunar," sagði Loftur Þorsteinsson oddviti Hrunamannahrepps. „A sínum tíma þótti það mikið framfaraskref að fá til umráða glæsi- legan sal í félagsheimilinu þar sem einnig væri unnt að koma íþróttum við. Notkun hússins var orðin svo mikil að það komust ekki nærri allir að sem vildu. Skólinn hafði forgang á skóla- tíma að sjálfsögðu en á seinni árum notaði hann salinn alveg fram undir kvöldmat. A þeim vikum sem liðið hafa síðan nýja íþróttahúsið var tekið í notkun sýnist mér nýtingin vera mjög góð. Þegar skólanum sleppir eru nær allir tímar bókaðir langt fram á kvöld alla daga vikunnar. Ungmennafélag Hrunamanna situr fyrir aðstöðunni þeg- ar skólanum sleppir og þess skal getið að það styrkti byggingarsjóð um eina milljón króna þegar hafist var handa. Félagið skipuleggur bróðurpartinn af allri íþróttastarfsemi sem frarn fer hér í sveitinni en í nýja húsinu er leikinn körfubolti, handbolti, knattspyrna, blak og iðkaðar frjálsar íþróttir, þolfimi og þar fram eftir götunum." Loftur sagði jafnframt að nýja húsið bætti ekki síður úr brýnni þörf hvað baðaðstöðu varðar. „í félagsheimilinu var aðeins ein sturta í hvorum búnings- klefa. Við gátum aftur á móti bætt úr brýnni þörf með því að bjóða fólki að nota aðstöðu þá sem fyrir er í sund- lauginni sem er skamnrt undan. Það besta hefði verið að byggja íþróttahúsið við hana, en slíkt var ekki unnt af ýmsum ástæðum.“ Möguleiki á stækkun - Loftur var spurður hvers vegna ekki hefði verið ráðist í byggingu íþróttahúss að fullri stærð, með 20x40 metra sal. „Menn voru sammála um að ekki væri fjárhagslegt bolmagn lil að byggja hús af fullri stærð ef ljúka skyldi byggingunni á skikkanlegum tíma. Til þess að skemma ekki möguleika á að eignast þannig hús þegar fram liðu stundir var ákveðið að byggja húsið í fullri breidd og nota salinn þversum fyrst í stað. Húsið er því byggt með þeim fyrirvara að auðvelt verði að stækka það þegar fram líða stundir. Salarstærð er nú tæplega helmingur af löglegum handboltavelli en annað rými er miðað við húsið í endanlegri mynd. Með undanþágu geta farið fram löglegir leikir í körfuknattleik en sú grein er einmitt mjög vinsæl hér um slóðir. Ég er sannfærður unt að tekin hafi verið rétt ákvörðun í þessum efnum og að allir séu afskaplega ánægðir með framtakið. Eitt er víst að við þurfum ekki að óttast það að félagsheimilið standi ónotað fremur en íþróttahúsið. Þar fer fram mjög mikil starfsemi alla daga. Þar hefur til dærnis leiklistardeild ungmennafélagsins aðstöðu og hvers konar félög og klúbbar halda þar fundi og samkomur auk þess sem þar er eina kvikmyndahúsið á gjörvöllu Suður- landi. Þar fyrir utan notar hótelið hér á Flúðum félagsheimilið í talsverðum mæli undir veitingarekstur og er sá þáttur alltaf að aukast.“ Fullbúið kostar húsið í þessari mynd um 85 milljónir króna og þykir það ágætlega sloppið. Þess bera að geta að í húsinu hefur einnig verið innréttað rými fyrir leikskóla staðarins. 31

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.