Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.07.1997, Side 2

Skinfaxi - 01.07.1997, Side 2
HUGVERKASMIÐJA Fóturinn virkar! m Feet You Wear Eróbikkskór Hlaupaskór Körfuboltaskór Á þessari einföldu staðreynd grundvallast Feet You Wear™ hugmyndafræðin. í Feet You Wear™ byggir adid as á náttúrulegum viðbrögðum og hreyfieiginleikum fótanna. Þannig hefur adidas hannað og framleitt fótavænan íþróttaskóbúnað sem líkir eftir og virkar eins og fætur. Feet You Wear™ vinnur með íþróttamanninum og er í senn vörumerki og hugtak sem stendur fyrir „fætur sem þú gengur í". adidas sem er einn elsti og virtasti framleiðandi á íþróttaskóm í heiminum hefur því gefið íþróttamanninum betra jarðsamband og nýtt forskot. Feet You Wear™ markar línuna fyrir íþróttaskó 21. aldarinnar. í náttúrulegu umhverfi virka fæturnir best. Gangi fólk berfætt á sandi eða í grasi skapast nánari tilfinning fyrir yfirborðinu, skynjun skerpist og viðbragð verður snarpara. í fætinum eru 26 bein, 33 liðamót og 112 liöbönd og því margur álagspunkturinn. Óþægindi og meiðsli, svo sem beinhimnubólga, hælsæri, ökklatognun, verkir í iljum og hælum ásamt eymslum og sárum af ýmsum toga, er nokkuð sem margt íþróttafólk þekkir af eigin raun. I flestum tilfellum má rekja slíkt til undirlags á íþróttavöllum og ófullnægjandi skóbúnaðar. Þótt heilbrigðir fætur séu fullkominn búnaður til íþróttaiðkana eru þeir ekki heppilegir óvarðir gagnvart þeim fjölbreytilegu flötum sem íþróttir eru stundaðar á. íþróttafólk hefur þörf fyrir góða skó en í mörgum tilfellum heftir skórinn hreyfingu fótarins og má leiða líkur að því að það hamli óbeint öllum hreyfingum líkamans. Með Feet You Wear™ fær fóturinn frelsi til að hreyfast eins og náttúran hefur ætlað honum. Þessu fylgja plúsar eins og jafnt og þétt grip, hámarksstuðningur við álagspunkta, dempun yfir alla ilina, sveigjanleiki til jafns við hreyfigetu fótarins og loks fjaöurmagnaður léttleiki. í hönnun og framleiöslu á Feet You Wear™ hefur mannsfóturinn í sinni náttúrulegu mynd verið hafður sem fyrirmynd. Feet You Wear™ verndar fæturna í þeim átökum sem fylgja æfingum og keppni og er undirstöðuatriði fyrir íþróttafólk sem ætlar að ná árangri. Frá og með ágúst 1997 verða Feet You Wear™ íþróttaskór fáanlegir á íslandi fyrir flestar tegundir íþrótta. Hér á síðunni getur að líta nokkur sýnishorn af Feet You Wear™ haustlínunni frá adidas. Handboltaskór dcícteis

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.