Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1999, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.02.1999, Blaðsíða 15
„Það er allt annað mál. Það gerist líka erlendis og er yfirleitt gert í lokuðum klúbbum þar sem menn vita að meðlimirnir eru í lagi og hægt er að treysta þeim.” Skúli: „Þetta var ég að meina með því að segja að það þyrftu að vera stífar reglur varðandi bjórsölu á leikjum. Það er í lagi að þetta sé fyrir stuðningsmannahópa en það þarf þá að vera innandyra og í einhverju sérstöku rými fyrir stuðnings- menn.” Leikdagar eru oft á föstudagskvöldum og á laugardögum. Sumir áhorfendur nota tækifærið og koma með bjór með sér eða koma jafnvel léttir á völlinn. Viljið þið aðhafast eitthvað í þessum málum? Björgúlfur: „Það er ekki hlutverk okkar að sjá um þessi mál. Ég efast um að við höfum heimild til þess að aðhafast eitthvað í þessum málum nema að menn séu ölvaðir, þá má fjarlægja þá af svæðinu.” Þorgrímur: „Það er erfitt að koma veg fyrir þetta og það er ekki hægt að leita á fólki við innganginn. Mér finnst að fólk þurfi að hafa ákveðna sjálfsvirðingu. Við breytum ekki persónuleikum fólks, sumum finnst í lagi að haga sér eins og asnar innan um ungmenni, vera slæmar fyrirmyndir og sumum finnst í lagi að drekka á almennafæri en það brýtur aftur á móti í bága við lög. Ég sé ekki hvernig það er hægt að réttlæta að menn fari með áfengi inn á íþróttakappleiki gagnvart lögunum.” UMFÍ fær t.d. pening úr ríkissjóði sem aflar tekna t.d. með áfengissölu Eggert: „Það er enginn sem getur hindrað það að menn hittist í heimahúsi og fái sér bjór fyrir leiki. Þeim er þá hleypt inn á völlinn svo lengi sem þeir eru ekki drukknir. En það er hægt að taka bjór af áhorfendum við innganginn, ef mönnum finnst ástæða til þess og við hjá KSÍ höfum verið mjög strangir á þessu. Okkar öryggisverðir og löggæsla hafa mjög ströng fyrirmæli um það að fylgjast vel með ástandi fólks og hvort það sé með einhverja áfenga drykki með sér. íslensk félög hafa verið sektuð í Evrópukeppnum út af svona málum. Þannig að þetta er mjög alvarlegt og eitt af því sem eftirlitsmenn FIFA/UEFA fylgjast náið með.” Skúli: „Það þarf að sjálfsögðu að hafa hemil á öllum öfgum. Áberandi ölvaðir menn á leikjum eru mjög óæskilegir og í raun finnst mér að öl og áfengi í áhorfendastúkum, innan um börnin sé mjög vafasamt og vægast sagt ógeðfellt.” Þorgerður: „Ég vil gera skýran greinar- mun á því sem íþróttahreyfingin stendur fyrir og þess sem fólk gerir á eigin vegum. Þar á er reygin munur. Áfengi er löglegt vímuefni og þeir sem hafa aldur til geta valið hvort þeir nota það eða ekki og nálgast það í áfengisbúðum eða á veitingastöðum. Mér kemur ekki við hvernig fólk hagar sínu einkalífi. Ef íþróttahreyfingin samþykkir sölu áfengis innan sinna vébanda er hún hins vegar komin í andstöðu við eigin yfirlýsingar og farin að stuðla að áfengisneyslu áhorfenda." Við fáum nánast daglega að sjá beinar útsendingar á íslensku sjónvarps- stöðvunum frá erlendum íþrótta- viðburðum. Þar má oft sjá auglýsinga- skilti á völlunum sem auglýsa bjór eða annað áfengi. Hvað finnst ykkur um þetta? Eggert: „Það er ekki hægt að stöðva þetta erlendis frá. Það er í raun tvöfalt siðgæði í þessu hérna innanlands þ.e.a.s. að banna auglýsingar á bjór innanlands en síðan flæðir þetta yfir okkur í gegnum sjónvarp og erlend tímarit. Þannig að mér finnst þetta hálf hlægilegt. Það er þá miklu hreinna að gefa þetta frjálst upp að einhverju ákveðnu marki. Það er reyndar hreyfing á því erl- endis að menn taki strangar á áfengis- auglýsingum erlendis en ég held þó að þetta nái ekki yfir bjórinn.” Skúli: „Málið er það að íþróttahreyfingin þarf að fjármagna rekstur sinn á styrktaraðilum að stórum hluta. Við sjáum það t.d. í mörgum íþróttagreinum erlendis að þar eru vínframleiðendur oft á tíðum mjög stórir styrktaraðilar t.d, eins og í aksturíþróttunum og þá er helsti styrktaraðili Liverpool, Carlsberg verksmiðjurnar sem framleiða bjór. Á meðan íþróttahreyfinginn býr við það að þurfa á styrktaraðilum að halda til að geta fjármagnað rekstur félagsins þá er erfitt að banna mönnum að auglýsa bjór. í mínum huga er áfengi og bjór hluti að samfélagsmyndinni og það er líka í okkar hlutverki að kenna fólki að umgangast þennan fylgifisk manneskjunnar. Fordómar og öfgafull vinnubrögð leiða bara til spennings sem sjaldan leiðir af sér góðan árangur.” Þorgeröur: „Þessi auglýsingamál eru ósköp hvimleið og ekki gott að sjá hvað er við þessu að gera. Þessar auglýsingar eru þó yfirleitt í bakgrunni og ég held að fullyrða megi að þær virka óbeinna heldur en ef þær væru leyfðar hér innanlands. í ríkjum Evrópusambandsins eru áfengis- auglýsingar almennt mikið til umræðu um þessar mundir og sú skoðun að ekki eigi að auglýsa áfengi, m.a. í tengslum við íþróttaviðburði, á vaxandi fylgi að fagna. Þeim fjölgar sem vilja stuðla að góðu og heilsusamlegu lífi og áfengisauglýsingar samrýmast ekki þannig hugmyndum. Það er því aldrei að vita nema deilurnar um auglýsingar frá útlöndum leysist af sjálfu sér vegna þess að þær verði bannaðar í Evrópu. Við skulum vona það.” Björgúlfur: „Þetta er lífið i hnotskurn. Það er ekki hægt að koma í veg fyrir þetta. En þetta snýst líka um allt annan hlut. Þetta er spurning um fjármögnun á því sem gera þarf. Vandræðin eru þau að íþróttirnar eru að breytast þannig að við erum að fá leikmenn sem þarf að borga laun t.d. vegna 15

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.