Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1999, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.02.1999, Blaðsíða 3
oo l'h \ íþrottir & áfengi „Ekki það að íþrótta- menn drekki mikinn bjór heldur er algengt að íþróttaáhugamenn fái sér einn Budweiser eða einn Calsberg á meðan horft er á íþróttaleik.“ Einn bjór takk! SKINFAXI Ritstjóri Jóhann Ingi Árnason Auglýsingar Markaðsmenn Ljósmyndir Sigurjón Ragnar jóhann Ingi Árnason Umbrot jóhann Ingi Árnason Ritstjórn Anna R. Möller Sigurbjörn Gunnarsson Sigurlaug Ragnarsdóttir Vilmar Pétursson Framkvæmdastjóri Sæmundur Runólfsson Ábyrgðarmaður Þórir Jónsson Við íslendingar þurfum alltaf að vera svolítið sér á báti. Svo árum skipti vorum við að ég held ein þjóða sem bannaði sölu á bjór. Ekki ætla ég að fella dóm á það hvort drykkjarvenjur ^ landans hafi batnað eftir að bjórinn var leyfður en í dag, rúmum tíu árum eftir að fyrsti bjórinn var seldur hér á landi er hann mikið í umræðunni. Iþróttir og áfengi, þá sérstaklega bjór, tengjastt mikið um allan heim. Ekki það að íþróttamenn drekki mikinn bjór heldur er algengt að íþróttaáhugamenn fái sér einn Budweiser eða einn Carlsberg á meðan horft er á íþróttaleik. Bjórframleiðendur hafa fundið stóran markað sem þeir stíla inn á um allan heim - nema á íslandi! í þessu fyrsta tölublaði ársins 1999 fengum við nokkra valinkunna menn til að spá í tengsl áfengis og íþrótta og hvort þessir ólíku hlutir eigi einhvern tímann samleið. Þorgrímur Þráinnsson, fyrrum knattspyrnumaður, Skúli Skúlason, fyrrum formaður Keflavíkur, Björgúlfur Guðmundsson, formaður KR-sport, Þorgerður Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Áfengis- og vímuefnaráðs og Eggert Magnússon, formaður KSÍ, spá í þessi mál og það er greinilegt á viðtölunum að ekki hafa allir sömu skoðanir á þessum málum. Jóhann Ingi Árnason Prentun Svansprent Pökkun Vinnustofan Ás Dreifing Blaðadreifing Stjórn UMFÍ Þórir Jónsson Björn B. Jónsson Kristján Yngvason Jóhann Ólafsson Kristín Gísladóttir Ingimundur Ingimundarson Sigurður Aðalsteinsson Varamenn Páll Pétursson Sigurbjörn Gunnarsson Anna R. Möller Helga Guðjónsdóttir Skrifstofa Skinfaxa Þjónustumiðstöð UMFÍ Fellsmúla 26 108 Reykjavík sími: 568-2929 fax: 568-2935 netfang: umfi@umfi.is 3

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.