Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1999, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.02.1999, Blaðsíða 17
til vinstri, ásamt KolfinniP Jóliafinsdóttur, varaformanni Afensns- og vímneínaráðs landslög, reglur íþróttasambands íslands um auglýsingar og samþykktir um stefnu í vímuefnavörnum bæði innanlands og utan að auglýsa áfenga drykki svona. En ég er hrædd um að það heyrðist hljóð úr horni ef bannað yrði að sýna frá erlendum íþrótta- viðburðum vegna auglýsinganna þar. Auðvitað er slæmt að við skulum fá frá útlöndum sjónvarpsefni sem brýtur í bága við það sem gildir hjá okkur. Ég er samt sannfærð um að það hefði meiri áhrif á íslensk börn og unglinga ef hetjur íslensku liðanna bæru áfengisauglýsingar á treyjum sínum heldur en að sjá erlendu liðin með þær.” Þorgrímur: ,,Ég hef oft sagt í gríni en meina þó innst inni, að Liverpool hefur nánast ekkert getað eftir að þeir settu þessa auglýsingu framan á búninginn.” Haldið þið að bjórauglýsingarnar sem við sjáum í beinum sjónvarps- útsendingum erlendis frá og t.d. Carlsberg-auglýsingin á búningi Liver- pool hafi einhver áhrif? Eggert: ,,Ég myndi nú ekki hafa svo miklar áhyggjur af auglýsingunni á búningi Liverpool. En auðvitað hefur allur áróður og auglýsingar einhver áhrif. Það er hins vegar mjög erfitt að vera með tvöfalt siðgæði í þessu þ.e.a.s. að leyfa þessum auglýsingum að flæða yfir landið í gegnum erlent sjónvarpsefni en ætla síðan að banna það á annan hátt hérna heima.” Skúli: ,,Ég held að þetta hafi ekki mikil áhrif á venjulegt fólk en við höfum alltaf áhyggjur af þeim einstaklingum sem eru í áhættuhópi og eru veikir fyrir þessari fíkn. Það getur verið að þessar auglýsingar hafi meiri áhrif á þá en aðra.” Björgúlfur, þið voruð að kaupa þrjá vínveitingastaði fyrir skömmu. Hvert er markmiðið með þessum kaupum? „Markmiðið er fyrst og fremst að gera þetta að fjölskyldustöðum, m.a. ætlum við að opna matsölustað. Einnig er í þessum kaupum krá sem hefur alltaf verið tengd KR og þar hafa stuðningsmenn komið saman fyrir og eftir leiki og svo verður vonandi áfram.” KR-sports lýstu því yfir að þeir vildu reka fjölskylduvæna staði og ég treysti því að þeir hafi stefnuyfirlýsingu íþróttaþings 1997 um forvarnir og fíkniefni í huga við endurskipulagningu staðanna. KR-sport var að kaupa þrjá vínveitingastaði og eitt af mark- miðum þess er að afla fjármagns til að geta rekið m.a. meistara- og annan flokk félagsins. Þetta er gert m.a. með sölu áfengis. Hvað finnst ykkur um þetta? Þorgrímur: „Mér finnst ekkert ____________ óeðlilegt að þeir sem reka knatt- spyrnufélög reyni að afla tekna með ýmsum hætti svo fremi að það skaði ekki ímynd félagsins, iðkendur eða áhangendur. En ég er reyndar á móti því að stuðnings- menn félaga sem komast í bikarúrslitaleiki séu að hittast á vínveitingastöðum, oft með börnum sínum, þar sem verið er að drekka áfengi og hver reykir í kapp við annan. Mér finnst þetta ekki fara saman og vera til skammar. Fólk á að virða lögmál íþróttanna og blanda ekki áfengisneyslu inn í.” Skúli: „Ég held að það eigi eftir að færast í vöxt að íþróttafélögin sjái sig knúin til að fara út í atvinnustarfsemi til að standa straum af kostnaðinum. Kröfurnar eru orðnar það miklar um árangur og það kostar mikið að halda úti heilu félagi. Mér finnst því ekkert óeðlilegt að félögin fari út í atvinnustarfsemi. Ég ætla ekki að fella einhvern dóm um þær leiðir sem KR-ingar velja sér eða gerast einhver siðapostuli yfir KR-ingum. Mér finnst alls ekki óeðlilegt að þeir færi sig út í atvinnustarfsemi og það eiga fleiri lið eftir að gera í framtíðinni.” Þorgerður: „Ég fagna því ef íþróttafélögin finna sér nýjar leiðir til fjármögnunar en finnst kráarrekstur illa samrýnast íþróttaandanum. Veitingastaðir þurfa ekki endilega að selja áfengi til að bera sig og gefa ágóða, t.d. virðist rekstur ýmissa kaffihúsa, skyndibita-, hamborgara- og pizzustaða ganga vel. Aðstandendur Eins og við höfum farið yfir virðast íþróttir og áfengi oft tengjast á einhvern hátt. Annað dæmi um þetta er að þegar félagslið vinna titla þá fagna þau árangrinum oft með kampavíni og öðru því fylgjandi. Hvað viljið þið segja um þetta? Björgúlfur: „Mér finnst þetta óskaplega leiðinlegt og algjör óþarfi. Reyndar finnst mér það líka leiðinlegt þegar leikmenn eru að hella mjólk hver yfir annan eftir sigur í bikarúrslitaleik. Þetta er einhver eftirherma af Formúlu 1 keppninni og það mætti alveg leggja þetta af. Mér finnst leiðinlegt og í raun ósmekklegt að leikmenn séu að hella yfir sig víni í íþróttabúningum.” Eggert: „Við knattspyrnumenn fögnum orðið meira með mjólk eða Coke. Ég held að menn noti orðið minna af kampavíni nú en áður. Það er kominn ákveðinn skilningur á þessu. Mér finnst að menn séu farnir að gera sér betur grein fyrir því að þetta eigi ekki samleið.” Skúli: „Menn hafa verið að reyna að hafa þetta í lágmarki og íþróttaforystan í landinu er mjög andsnúin þessu. í fjölmiðlum lítur þetta út sem kampavín þótt þetta geti stundum verið óáfengt. Flestir nota þetta eingöngu til spreyja þessu og fá froðuna yfir mannskapinn en yfirleitt er ekki drukkinn deigur dropi af flöskunni.” Þorgrímur: „Þegar leikmenn eru að taka tappa úr kampavínsflöskum eftir sigurleiki þá eru þeir ekki með drykkju í huga heldur er þetta ákveðin stemmningu í tilefni sigurs. Þannig lít ég á þetta og ég á von á að flestir aðrir geri það einnig. Ég var náttúrulega miklu hrifnari af því þegar verið var að hella mjólk í bikar eftir sigur í mjólkurbikar.” 17

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.