Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1999, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.02.1999, Blaðsíða 16
vinnutaps. Það er gerð krafa til íþróttafélaganna um að þau útvegi eins mikið fjármagn og þau geta eftir venjulegum leiðum en þau verða að fara allar leiðir. Nákvæmlega eins og SÁÁ, Sjálfsbjörg o.fl. sem eru með spilakassa. UMFÍ fær t.d. pening úr ríkissjóði sem aflar tekna t.d. með áfengissölu. Þannig að UMFÍ er óbeinn þátttakandi i þessu líka. Það sem ég er að reyna að segja er það að án þess að maður viti af því er maður óbeinn þátttakandi að því að þiggja fjármagn úr þessum farvegi.” Björgúlfur, þú ert sem sagt á því að leyfa auglýsingaskilti með bjór- eða áfengis- auglýsingum á leikvöllum? ,,Ég sagði það ekki en ég vil að þetta sé samræmt. Annað hvort verður þetta bannað eða leyft. Mér finnst ekki rétt að það sé hægt að banna þetta hér á landi en sjá síðan allt morandi í bjór- og áfengisauglýsingum hjá erlendum félögum og í erlendum íþróttatímaritum. Við erum ekki eitthvað eyland sem er eitt út af fyrir sig. Það er aldrei gott að vera með einhverjar sérreglur. Það er í lagi að banna þetta algjörlega en þá þurfa alþjóðlegar stofnanir sem við erum hluti af að sjá til þess að reglunum sé fylgt eftir.” Síðasta haust var vart hægt að þverfóta fyrir bjórauglýsingum í íslensku sjónvarpi þegar vafi lék á því hvort mætti auglýsa bjór á íslensku sjónvarpsstöðvunum. Það sem vakti einna mesta athygli var að bjórauglýsingarnar voru í flestum tilvikum settar inn þegar beinar sjónvarpsútsendingar voru frá knatt- spyrnuleikjum. Eggert, er tíðarandinn þannig í dag að mönnum þykir sjálfsagt og gott að fá sér bjór á meðan horft er á knattspyrnuleik í sjónvarpi? ,,Það er náttúrlega ekkert leyndarmál út í hinum stóra heimi að bjórframleiðendur auglýsa mikið á íþróttaviðburðum alls konar t.d. er Budweiser (bjórtegund) svakalega áberandi á íþróttaviðburðum í Bandaríkjunum og er það komið til vegna þess að íþróttir eru mjög vinsælar og sjónvarpsáhorfið geysilega mikið. Þar sitja sjónvarpsáhorfendur oft með bjór í hönd meðan þeir fylgjast með útsendingunni og markhópurinn er því til staðar fyrir Budweiser. Ég held að það hafi ríkt sama hugsunin hérna heima þegar bjórauglýsingarnar voru í sjónvarpinu.” meðan þetta gráa svæði var. Við erum með það mjög skýrt í okkar samningi, við þá erlendu aðila sem keyptu af okkur sjónvarpsréttinn og auglýsingar, að ekki megi auglýsa bjór, áfengi og tóbak því það gangi á snið við íslensk lög. En ég skil Ég ætla ekki að fella einhvern dóm um þær leiðir sem KR- ingar velja sér eða gerast einhver siðapostuli yfir KR-ingum reyndar að félög sem eru að berjast við að fjármagna meðal annars æskulýðs- og unglingastarf og fá lítinn sem engan skilning frá hinu opinbera, leiti allra leið til að fá fjármagn inn í félagið. Félögin eru í uppbyggjandi og fyrirbyggjandi starfi við að rækta æsku landsins. Það þýðir þá lítið fyrir stjórnvöld að setja upp tvöföld gleraugu.” Eggert, orkar það ekki dálítið tvímælis ef íþróttafélögin eru að vinna ákveðið forvarnastarf en í leiðinni eru þau að fjármagna starfið með m.a. áfengis- auglýsingum? „Það er auðvitað ekki æskilegt og menn gera það ekkert að gamni sínu en við verðum að leita þessara leiða því við fáum ekki stuðning frá því opinbera.” Hvort eru þið fylgjandi eða andvígir því að leyft verði að selja áfengisauglýs- ingar á leikvöllum? Björgúlfur: ,,Ég vil ekki leyfa áfengis- notkun á völlum en auglýsingar eru þáttur í hinu daglega lífi og ég tel að það megi auglýsa þetta eins og annað. Það er enginn hægðarleikur að fjármagna slíka deild enda eru kröfurnar frá áhorfendum um betri fótbolta alltaf að verða meiri. Þetta kostar meiri peninga og spurningin er hvar við eigum að fá þá. Ekki getum við farið i ríkissjóð og ekki í borgarsjóð. Hvað eigum við að gera? Við verðum að nýta okkur öll þau tækifæri sem bjóðast til að fjármagna deildina.” Þorgrímur: “Ég er andvígur því. Þeir sem reka þessi fyrirtæki eru engir hálfvitar og vita að með auglýsingum eru þeir að koma einhverju í undirmeðvitundina hjá fólki. Þeir myndu ekki auglýsa nema þeir vissu að auglýsingin hefði áhrif.” Enska liðið Liverpool, sem á marga aðdáendur hér á landi, er með Carlsberg auglýsingu (bjórtegund) framan á keppinstreyjum sínum. Hvernig lítið þið á það? Eggert: ,,Ég sé í raun ekkert athugavert við það í þjóðfélagi sem lítur allt öðrum augum á svona hluti heldur en íslenska þjóðin. Þetta verður náttúrulega að mótast eftir því þjóðfélagi sem menn lifa í og bjór er snar þáttur í ensku þjóðfélagi. En þessi lið eru atvinnumannalið og þau þurfa að fjármagna þann kostnað sem þau verða fyrir á margs konar hátt og þetta er einn þátturinn í því.” Þorgerður: ,,Það er sjálfsagt leyfilegt samkvæmt enskum lögum að auglýsa á þennan hátt, annars myndi það væntanlega ekki vera gert. í mörgum löndum má auglýsa vörumerki fyrirtækja sem framleiða áfengi án þess að vörunni sé lýst frekar. Benda má á að Carlsberg framleiðir fleira en bjór, m.a. gos og sódavatn. Hins vegar er það (andstöðu við Eggert, er ekki erfitt að sporna gegn þessari þróun? Eru þessar auglýsingar ekki eitthvað sem koma skal? ,,Það er mjög nauðsynlegt að menn viti að hverju þeir eiga að ganga varðandi landslög. Á meðan þetta gráa svæði var í fyrra þá var afstaða okkar hjá KSÍ alveg skýr. Við hefðum ekki tekið þátt í þessu á 16

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.