Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1999, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.02.1999, Blaðsíða 23
Umhverfisverðlaun UMFÍ og Umhverfissjóðs Verzlunarinnar Austur-Hérað hlaut þriðju Umhverfisverðlaun UMFÍ og Umhverfissjóðs Verzlunarinnar. Jóhann Ingi Árnason var á staðnum og fylgdist með afhendingunni á einum kaldasta degi ársins. Þriðju umhverfisverð- laun Ungmenna- félags íslands og Umhverfissjóðs Verzlunarinnar voru veitt Austur-Héraði. Það var umhverfis- ráðherra, Guðmundur Bjarnason, sem afhenti verðlaunin þann 22. janúar í einu að sínum síðustu verkefnum sem ráðherra. Margmenni var við afhendinguna þrátt fyrir kaldan dag en bæjarstjórn Austur-Héraðs bauð gestum upp á heitt kaffi, kökur og skemmtiatriði að afhendingunni lokinni. Austur-Hérað hlaut verð- launin fyrir umhverfisátak og snyrti- lega umgengni bæjarfélagsins í heild. Áður höfðu Sorpa og Hótel Geysir hlotið þessa eftirsóttu viðurkenningu. Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFI, við afhendingu verðiaunanna. 23

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.