Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1999, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.02.1999, Blaðsíða 4
Inga Fríða Tryggvadóttir íslandsmeistarar Það má segja að Ungmennafélagstelpurnar í Stjörnunni hafi verið á toppnum í átta ár. Valdimar Kristófersson hitti fyrirliða liðsins að máli Stjörnustúlkur hafa náð ótrú- legum árangri á síðustu árum og unnið til fjölda verðlauna. í fyrra unnu þær alla bikara sem í boði voru og í ár urðu þær deildarmeistarar og fyrir skömmu tryggðu þær sér síðan íslandsmeistarartitilinn með sigri á FH í þremur leikjum. Inga Fríða Tryggvadóttir hefur verið einn af máttarstólpum liðsins undanfarin ár. Skinfaxa lék forvitni á að vita hvað lægi á bak við þennan góða árangur og hvort þetta væri eitthvað gaman lengur? „Veistu það að þetta er orðið alveg hundleiðinlegt. En svona að öllu gamni slepptu þá er alltaf jafn skemmtilegt að landa titli. Þegar þú ert búinn að vinna einu sinni og veist hvað það er gaman þá viltu alltaf vera í sigurliði. Ég held að leikmenn ofmettist aldrei á að vinna titla. Hjá mér er sigurviljinn í það minnsta alltaf fyrir hendi og það er nú bara svo að eftir að einni keppni lýkur byrjar allt önnur keppni og hana vill maður vinna.” Fyrir ykkur var úrslitakeppnin dálítið sérstök í ár. Herdís Sigubergsdóttir fyrirliði ykkar meiddist á tímabilinu og margir afskrifuðu ykkur um leið. En þið sýnduð svo sannarlega hvað í ykkur býr? ,,Já, þetta var að sjálfsögðu mikið áfall fyrir liðið að missa Dísu út en við vorum ákveðnar að þjappa okkur saman og sýna hversu megnugar við erum. í kjölfarið fengu fleiri stelpur tækifæri með liðinu og Nína og Inga fengu aukið skotleyfi sem þær nýttu sér vel. í raun má segja að liðið hafi verið að gera betur í úrslitakeppninni í ár en nokkru sinni áður því við töpuðum ekki leik í úrslitakeppninni, unnum sjö leiki af sjö. Ég tel þó fyrst og fremst að liðsheildin hafi skipt þar mestu máli. Við vorum ákveðnar að klára þetta í sameiningu og sýna að við gætum unnið þetta á liðsheildinni en ekki á einstak- lingunum í liðinu.” Fyrirkomulaginu á deildinni var breytt fyrir átta árum og tekin upp úrslita- keppni. Stjarnan hefur komist í úrslita- leikina öll þessi ár. Hvað liggur að baki þessum ótrúlega árangri? Ég hef ekki heyrt að neinn ætli að hætta eða fara ,,Það er nú fyrst og fremst að Stjarnan hefur ávallt haft góða leikmenn á sínum snærum, leikmenn sem hafa mikinn metnað og sætta sig ekki við neitt annað en sigur. Liðsheildin er alltaf góð og þá er Við sættum okkur ekki við neitt annað en sigur umgjörðin í kringum liðið frábær. Það er fullt af góðum konum í kringum okkur sem eru tilbúnar að gera allt fyrir okkur og þær hafa ekki síðri metnað en við. Þessi atriði hafa fleytt Stjörnunni þetta langt í gegnum árin.’ Þlð hafið verið í baráttu við Hauka undanfarin ár en lékuð nú á móti ungu og frísku liði FH í úrslitaleikjunum. Er deildin að styrkjast? ,,Já, það er engin spurning. í ár réðst það t.d. í síðustu umferð hverjir myndu leika saman í úrslitakeppninni. En undanfarin ár hefur verið hægt að raða í flest sæti fyrirfram. FH-ingar enduðu í sjötta sæti en fóru síðan alla leið í úrslitaleikina. Þetta sýnir okkur að breiddin er að aukast í kvennaboltanum og fleiri lið eru farin að gera tilkall til titilsins. Þótt við færum í gegnum úrslitakeppnina 7-0 þá var það ekki eins auðvelt og það sýnist því við áttum í erfiðleikum strax í átta liða úrslitum, en við höfum yfirleitt farið létt í gegnum þau undafarin ár.” Þær sögur hafa heyrst að eldri konurnar í liðinu ætli að leggja skóna á hilluna, Dísa og Ragnheiður Stephensen ætli jafnvel út í atvinnumennskuna ef þeim gefst kostur á og sumar af yngri leikmönnum liðsins ætli jafnvel að skipta um félag. Er þetta rétt? „Veistu ég veit ekki alveg hvað ég á að segja. Mótið er nýbúið og ég hef ekki heyrt að neinn ætli að fara eða hætta enda eru við enn að fagna titlinum og lítið farnar að spá í framhaldið. Ég veit að Stjarnan vill halda leikmönnum liðsins og hjá þeim er mikill hugur fyrir næsta ár. En þetta er hlutur sem ræðst á næstu dögum og vikum.” Fer Stjarnan í úrslitaleikinn á næsta ári? ,,Já, við ætlum okkur það eins og undanfarin ár. Stefnan er alltaf sett á efsta sæti og að vinna sem flesta titla. Þess vegna er maður í þessu.” Þótt við færum í gegnum úrsiitakeppnina 7-0 þá var það ekki auðvelt 4

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.