Skinfaxi - 01.05.2000, Síða 9
- Ertu ekki fallegasta heimasætan á
íslandi?
„Það verður hver og einn að dæma um
það en ég á líklega jafna möguleika og
aðrar heimasætur," segir hún hlæjandi.
- Þaö hefur varla veriö vandamál
fyrir pabba þinn aö fá vinnumenn yfir
sumartímann þegar þeir vissu aö þú
værir heimasætan á bænum og þeir
hafa sjálfsagt veriö tilbúnir aö borga
meö sér?
„Það reyndi eiginlega aldrei á þetta því
ég á rhárga 'firaraursem hafa alla tíð unnið
með pabba þannig að við höfum aldrei
þurft að fá vinnumenn til okkar yfir
sumartímann. Og ef það komu einhverjir
til að hjálpa voru það frændur okkar."
- Hvaö gerir maöur yfir daginn í
sveitinni?
„Maður er náttúrulega í vinnu frá
morgni til kvölds en það fer síðan eftir
árstíma hver helstu verkefnin eru. Maður
byrjar þó í fjósinu á hverjum degi þar sem
er mjólkað, heyið gefið og skítnum mokað
en svo er t.d. heyskapur, sauðburður, það
þarf að dytta að húsunum, gefa dýrunum
o.fl. Þetta er svo fjölþætt og þar síðasta
sumar vorum við t.d. að reisa ný fjárhús."
- Einhvern veginn sé ég þaö ekki
fyrir mér aö Fegurðardrottning íslands
skuli moka skít úr fjósinu. Hvernig er
það eiginlega - ertu þá meö kórónuna á
höföinu, í vinnugallanum og meö
fe| lakkaðar neglur?
„Nei, ekki alveg en þetta tvennt fer þó
alveg ágætlega saman. Það breytist ekkert
þótt ég hafi verið valin Fegurðardrottning
Islands ég held bara áfram að vera ég sjálf
og gera þá hluti sem ég er vön að gera."
- En hvernig er aö vera Feguröar-
drottning íslands?
„Það er mjög skemmtilegt en það
breytist voðalega lítið í mínu lífi. Ég ber
þennan titil í eitt ár og þetta er því
ársævintýri sem ég ætla að njóta."
- Er eitthvað á dagskrá hjá þér tengt
þessum titli?
...þegar maður er
innan um
reykingafólk, sem
er að reykja,
kemur vond lykt af
fötunum manns
„Já, ég fer út í lok september og tek
þátt í keppninni Ungfrú Skandinavía.
Keppnin verður haldin um borð í 11 hæða
skemmtiferðaskipi MS Viking Cindarella
sem siglir á milli Helsinki og Tallin í
Eistlandi. Við munum ferðast um
Finnland í viku þar sem keppendur og
keppnin verður kynnt. Svo tek ég þátt í
Ungfrú Evrópu sem fer fram 10. nóvember
í Líbanon. Þannig að það eru skemmtilegir
tímar framundan."
- Nú hefur Ungfrú Vesturland
síöustu tvö árin hreppt titilinn
Feguröardrottning íslands. Hvaö er
eiginlega í gangi í þessum landshluta?
„Það er erfitt að segja til um það en við
hljótum að eiga svona mikið af fallegu
kvenfólki á þessum slóðum og ekki eru
strákarnir síðri."
- En er þaö rétt aö fasteignaverð hafi
rokiö upp á Akranesi vegna ágangs
einhleypra karla sem vilja ólmir flytja
upp á Skaga?
„Ég hef nú ekki orðið vör við það. En
ef þetta er tilfellið þá fagna ég því bara.
Það er alltaf gaman að fá nýtt fólk upp á
Skaga," segir hún hlæjandi.
- Hvorki þú né Katrín Rós,
Feguröardrottning íslands frá því í
fyrra, reykið. Getur þaö veriö ein af
ástæðunum fyrir því aö þiö hrepptuð
þennan titil?
„Já, ég gæti alveg trúað því að þessi
staðreynd ætti hlut að máli. Reykingar eru
óhollar, maður fær fyrr hrukkur, gulari
tennur og þær gera mann því eldri fyrr en
ella."
- Hvaö finnst þér um reykingar?
„Það fylgir þeim ákveðinn sóðaskapur.
Ég á reyndar nokkrar vinkonur sem reykja
og þegar maður er innan um reykingafólk,
sem er að reykja, kemur oftast vond lykt af
fötunum manns og manni sjálfum.
Reykingar eru einnig mjög skaðlegar
heilsunni og stytta líf manns. Því miður
reykja alltof rnargir í kringum mig en ég er
algjörlega á móti reykingum."
- Reykingar viröast vera í tísku hjá
ungu fólki í dag. Hvernig stendur á því?
„Ég veit það ekki en þeim finnst
sjálfsagt spennandi að prófa eitthvað nýtt
og svo eru sjálfsagt margir sem falla í
þessa gryfju vegna hópþrýstings. En það
er alls ekki flott að reykja og mér finnst
ömurlegt að sjá allt þetta unga fólk reykja
í dag."
- Elín er trúlofuö Valþóri Ásgríms-
syni en hvaö myndi hún gera ef hann
byrjaði aö reykja?
„Það segir náttúrulega ekkert um
manneskjuna þótt hún reyki þannig ég
myndi aðeins gefa mínum manni
áminningu. Fyrst og fremst vegna þess að
ég myndi hafa áhyggjur af heilsu hans. En
sem betur fer þarf ég ekki að hafa
áhyggjur af því, því að hann er mjög á
móti reykingum og á líklega aldrei eftir að
reykja."
- Hvernig finnst þér sveitin?
„Mér finnst hún frábær því þar er
hreinna loft en í þéttbýlinu. Þá er allt
rniklu frjálslegra og svo skemmir það ekki
fyrir að vera innan um dýrin."
- Varstu þá komin í smiðs-
hlutverkiö?
„Já, alveg eins, m.a. var maður að
járnabinda, steypa og smíða. Maður gerði
bara það sem maður gat og þurfti að
gera."