Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.05.2000, Page 13

Skinfaxi - 01.05.2000, Page 13
- Hvernig er þaö eiginlega, gengur þaö upp að starfa sem þula og flugfreyja og vera í tannlæknanámi? „Já, ef maður skipuleggur sig vel en þetta er samt búið að vera hálfgert brjálæði og lítill tími hefur gefist til að slaka á. Svo er flugfreyjustarfið bara sumarstarf." - Er þulan framtíðarstarfið hjá þér? „Nei, ekki get ég sagt það. Tannlæknirinn gengur að sjálfsögðu fyrir en það er spurning hvort ég mæti beint úr vinnunni, í tannlæknagallanum á RUV til að kynna dagskrána. Það er aldrei að vita." - Hvernig stóð á því aö þú tókst að þér þuluhlutverkiö? „Mig vantaði einfaldlega vinnu með skólanum sem þurfti að vera kvöldvinna. Ég sótti því um stöðu sem þula og var svo heppin að vera ráðin eftir að hafa farið í prufu." Af hverja þarf að vera þula hjá RÚV en ekki hjá Stöð 2 og Skjá 1 ? „Þetta er gömul hefð, sem hefur fylgt RÚV frá upphafi og menn vilja ekki breyta. Það er líka persónulegra að sjá andlit sem kynnir dagskrána heldur en að heyra bara rödd. Þá tengist viðvera okkar einnig Almannavörnum ríkisins en við getum komið skilaboðum áleiðis til þjóðarinnar nánast samstundis ef einhverjir alvarlegir atburðir eiga sér stað." Þetta fólk á virkilega bágt Brynja Björk Haröardóttir, þula hjá RÚV, flugfreyja og tannlæknanemi hefur ákveðnar skoðanir á forvarnarmálum og skemmtanalífi okkar íslendinga. Blaðamaður Skinfaxa settist niður með Brynju og ræddi um vímuefni, forvarnir og framtíðana hjá henni.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.