Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2000, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.05.2000, Blaðsíða 14
- En þurfiö þiö allar aö vera sætar? „Það er ekkert verra en ég efast um að forsvarsmenn RÚV séu eingöngu að stíla inn á útlitið þegar þeir ráða þulur. Þulur þurfa fyrst og fremst að vera vel máli farnar því ekki þýðir að mæta fyrir framan skjáinn og kunna ekki íslensku." - Er þetta ekki bara gert til aö draga karlpeninginn aö RÚV? „Þarf eitthvað til að draga þá að sjónvarpsskjánum? RÚV er alltaf með það góða dagskrá að ekki þarf fallegar stelpur til að vekja athygli þeirra á stöðinni. En það skemmir samt ekki fyrir að hafa sætur stelpur á skjánum." - Nú eruö þiö kvenkynsþulurnar hver annarri fallegri. Er ekki mikill rígur á milli ykkar? „Nei, alls ekki," segir hún hálfundrandi á spurningunni. „Við erum svo ólíkar týpur og því er enginn útlitsrígur hjá okkur. Þetta er ótrúlega góður og skemmtilegur hópur og ef einhver þarf að fá frí eða lendir í einhverju óhappi þá eru allir tilbúnir til að hjálpa og bjarga málunum, þannig að mórallinn er mjög góður." - Eruö þiö samt ekki orðnar þreyttar á því aö Ragnheiður Clausen skuli alltaf vera valin kynþokkafyllsta kona íslands? „Jú, að vísu fer það mikið í taugarnar á okkur hinum. Hún hefur ákveðið forskot á okkur og er því að taka okkur í nefið á þessari stundu. Við hinar erum þó komnar á þennan lista og ætlum að beita meiri hörku næst og sjá hvað gerist. Kannski náum við að skjótast fram úr henni," segir hún hlæjandi og virðist vera nokk sama um þennan titil. „Nei, í alvöru talað þá fer þetta alls ekki í taugarnar á okkur enda er hún alveg ótrúlega kynþokkafull og á þetta - Þið hafiö ekkert kvartaö yfir þessu og beöið um aö fá að sitja eöa jafnvel liggja í sófa þegar þiö kynniö dagskrána? „Nei, ég held að það sé dálítið lummó að sitja og vera með hnén uppi á maga þegar dagskráin er kynnt. Mér finnst þetta alveg stórfínt auk þess sem við stýrum textanum með því aö stíga á pedala til að rúlla honum áfram, þannig að það gengi aldrei upp að liggja í sófa á meðan. Ekki nema hægt væri að finna einhverja aðra fjarstýringu til að rúlla textanum áfram sem yrði ekki of áberandi. En mér þætti það ekki við hæfi að liggja í sófa," segir hún hálfhlæjandi viö tilhugsunina. - Nú eruð þiö stúlkurnar sem gegniö þuluhlutverkinu allar Ijóshæröar og býsna sætar. Er þetta einhver stööluö ímynd hjá RÚV? „Nei, alls ekki því það hafa verið margar dökkhærðar þulur í gegnum árin eins og t.d. Unnur Steins, Sigurlaug, Borghildur ofl." allt saman skilið. Hún er búin að vera mjög lengi á skjánum, orðin mjög þekkt og vinsæl og því er ég ekki hissa á því að hún skuli vera valin enda afar glæsileg." - Nú takiö þiö oft vaktir um helgar og vinniö til miönættis. Er helgin þá alveg ónýt hvaö varðar skemmtanir eöa skellir þú þér út á lífið eftir vinnu? „Já, ég á það til en reyndar er búið að vera svo mikið að gera hjá mér í sumar að það hefur ekki gefist mikill tími til að fara út að skemmta sér. En það er ekkert mál að fara eftir vinnu um helgar því þá er hvort sem er búið að setja upp grímuna og maður því tilbúin strax eftir vinnu." - Hvernig finnst þér skemmtanalífiö í miöbænum? „Mér finnst þaö allt í lagi en ég fer reyndar lítið út að skemmta mér. Ég hef þó kynnst fjölbreyttu skemmtanalífi í gegnum flugfreyjustarfið en stundum þurfum við að dvelja yfir nótt erlendis og þá er stundum litið út á næturlífið. Og ég verð að segja það að mér finnst skemmtilegast að fara á djammið á Islandi." - Nú eru fíkniefni oröin aögengilegri hér á landi en áöur. Veröur þú vör viö þetta á skemmtistööum? „Nei, ég hef aldrei orðið vör við eiturlyfin sjálf á íslandi. En á dögunum var ég stödd á Ítalíu og var bara að rölta um með kærastanum mínum. Þar kom ltali að máli við mig og bauö mér hass en það var rnikill hávaöi þannig að ég - Þaö eru fjorar konur í þuluhlutverkinu en aöeins einn karlmaöur. Er ekkert jafnrétti í þessu? „Jú, jú, það er fullt jafnrétti en það eru bara svo fáir karlmenn sem sækja um þessa stöðu. Þess vegna erum við fjórar kvenkynsþulurnar á móti einum karlmanni." - Er þetta skemmtilegt starf? „Já, og það sem gerir þetta starf svona skemmtilegt er fólkið sem vinnur á RÚV sem er mjög vinalegt." - Nú komiö þiö ekki oft fram á sjónvarpsskjánum á kvöldin og staldriö auk þess stutt við. Hvaö gerir þiö á milli stunda? „Eg útbý alltaf textann fyrir næsta kvöld sem ég er að vinna. I það fer mikill tími en ef ég hef einhvern tíma aflögu yfir vetrarmánuðina þá opna ég skólabók og læri." - Hvernig stendur á því aö þiö þurfið alltaf aö standa þegar þiö kynniö dagskrána? „Ég veit ekki af hverju það er og hef lítið velt þessu fyrir mér en að vísu sátu þulurnar fyrir nokkrum árum þegar þær kynntu dagskrána."

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.