Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2000, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.05.2000, Blaðsíða 23
Það dreymir sjálfsagt margar ungar stúlkur um að verða fyrirsætur. Sumar fá ósk sína uppfyllta en aðrar ekki, eins og gengur og gerist. Þórey Vilhjálmsdóttir starfaði sem fyrirsæta í tæp fimm ár, m.a. í Madrid en uppfyllir nú drauma annarra stúlkna sem vilja feta í fótspor hennar. Hún rekur nefnilega módelskrifstofuna Eskimó módels ásamt vinkonu sinni og fyrrverandi fyrirsætu, Ástu Kristjánsdóttur. Þeim hefur gengið vel í þau fimm ár sem skrifstofan hefur verið starfrækt og þær hafa m.a. flutt hluta af starfseminni út fyrir landsteinana, til Síberíu. Skinfaxi fékk Þóreyju til að ræða um Eskimó módels og fyrirsætustörfin sem hafa oft á tíðum fengið á sig neikvæðan stimpil. - Hvernig er þaö Pórey? Ertu alveg hætt aö sitja fyrir sjálf? „Já, það var ekki nokkur leið að ætla að reka Eskimó módels og vera sjálf að standa í fyrirsætustörfum." H e r ó í n útlit er úti! - Var þaö ekki einmitt stóri kosturinn viö þetta aö þú gast tekiö aö þér öll verkefnin sem þiö fenguö inn á borö til ykkur hjá Eskimó módels? „Nei, það var að sjálfsögðu ekki hægt," segir hún hlæjandi og finnst ég sjálfsagt eitthvað ruglaður. „Við hefðum þá líklega fengið fáar fyrirsætur á skrá hjá okkur ef ég hefði tekið öll verkefnin að mér, sem voru ófá. Auk þess hefði ég átt erfitt með að vera á mörgum stöðum á sama tíma."

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.